Reiða skjaldbakan Terry á fyndnustu dýralífsmynd ársins Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2020 10:02 Skjaldbakan Terry var á fyndnustu dýralífsmynd ársins. Comedy Wildlife Photography Awards Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira