Ítalía er allt í einu orðin stór markaður fyrir íslenska fótboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:31 Andri Fannar Baldursson í baráttunni við Jean-Daniel Akpa Akpro hjá Lazio í leik Bologna liðsins í Rómarborg í Seríu A um síðustu helgi. Getty/Matteo Ciambelli Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira