„Skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 07:01 Ugla hefur verið virkur talsmaður transfólks á Íslandi um í raun um heim allan. mynd/Sharon Kilgannon Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“ Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“
Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira