„Vegna undirfjármögnunar deyja mörg börn daglega“ Heimsljós 30. október 2020 10:41 Save the children - Barnaheill Aðstæður barna út um allan heim hafa versnað gífurlega á þessu ári, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Það á sérstaklega við um börn sem búa á átakasvæðum, flóttabörn, fylgdarlaus börn og önnur börn sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda. „Vegna faraldursins þurfa börn og fjölskyldur þeirra að þola margvíslegar hremmingar, skólum hefur verið lokað og milljónum fjölskyldna hefur verið ýtt út í fátækt. Fjölmörg börn eiga í hættu á að verða fyrir mansali, barnaþrælkun eða vera neydd í hjónabönd vegna faraldursins,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Í nýrri skýrslu samtakanna - Still unprotected: Humanitarian Funding for Child protection – er greint frá því að neyðaraðstoð í þágu barna sé gríðarlega undirfjármögnuð. Í skýrslunni er lögð áhersla á að nauðsyn þess að finna leiðir til þess að fjármagna barnavernd. Að mati skýrsluhöfunda er áætlað að framlög þurfi að tvöfaldast til að raunhæft sé að sinna öllum þeim börnum sem hafa verið eða eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða vanrækslu. Í skýrslunni eru sett fram ítarleg greiningu á viðbragðsáætlun vegna mannúðarmála og flóttafólks frá árinu 2019. Samkvæmt þeirri greiningu var einungis tveimur prósentum af heildarfjármagni til mannúðarmála það árið úthlutað til barnaverndar. Í skýrslunni segir að frá því kórónuveirufaraldurinn braust út hafi börnum sem þurfa vernd í heiminum fjölgað mikið. „Börn eru einn af berskjölduðustu hópunum og því nauðsynlegt að styðja við þau. Vegna undirfjármögnunar deyr fjöldi barna daglega, þau verða fyrir ofbeldi og misnotkun, þau verða fórnarlömb mansals eða búa við mikla vanrækslu. Bjargirnar til að vernda þau eru ekki til staðar vegna þess hversu litlu fjármagni er veitt í barnavernd,“ segir Kolbrún. Í skýrslunni er alþjóðasamfélagið hvatt til að bregðast við neyð barna og veita aukið fjármagn til barnaverndar. Auk þess sem hvatt er til þess að fjárfesta í stuðningi við innviði nærsamfélaga til að tryggja að þau börn sem búa á hættulegustu svæðum jarðar séu vernduð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Aðstæður barna út um allan heim hafa versnað gífurlega á þessu ári, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Það á sérstaklega við um börn sem búa á átakasvæðum, flóttabörn, fylgdarlaus börn og önnur börn sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda. „Vegna faraldursins þurfa börn og fjölskyldur þeirra að þola margvíslegar hremmingar, skólum hefur verið lokað og milljónum fjölskyldna hefur verið ýtt út í fátækt. Fjölmörg börn eiga í hættu á að verða fyrir mansali, barnaþrælkun eða vera neydd í hjónabönd vegna faraldursins,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Í nýrri skýrslu samtakanna - Still unprotected: Humanitarian Funding for Child protection – er greint frá því að neyðaraðstoð í þágu barna sé gríðarlega undirfjármögnuð. Í skýrslunni er lögð áhersla á að nauðsyn þess að finna leiðir til þess að fjármagna barnavernd. Að mati skýrsluhöfunda er áætlað að framlög þurfi að tvöfaldast til að raunhæft sé að sinna öllum þeim börnum sem hafa verið eða eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða vanrækslu. Í skýrslunni eru sett fram ítarleg greiningu á viðbragðsáætlun vegna mannúðarmála og flóttafólks frá árinu 2019. Samkvæmt þeirri greiningu var einungis tveimur prósentum af heildarfjármagni til mannúðarmála það árið úthlutað til barnaverndar. Í skýrslunni segir að frá því kórónuveirufaraldurinn braust út hafi börnum sem þurfa vernd í heiminum fjölgað mikið. „Börn eru einn af berskjölduðustu hópunum og því nauðsynlegt að styðja við þau. Vegna undirfjármögnunar deyr fjöldi barna daglega, þau verða fyrir ofbeldi og misnotkun, þau verða fórnarlömb mansals eða búa við mikla vanrækslu. Bjargirnar til að vernda þau eru ekki til staðar vegna þess hversu litlu fjármagni er veitt í barnavernd,“ segir Kolbrún. Í skýrslunni er alþjóðasamfélagið hvatt til að bregðast við neyð barna og veita aukið fjármagn til barnaverndar. Auk þess sem hvatt er til þess að fjárfesta í stuðningi við innviði nærsamfélaga til að tryggja að þau börn sem búa á hættulegustu svæðum jarðar séu vernduð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent