RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 07:00 Þessi ljósmynd frá snjóflóðinu í Flateyri fékk nafnið Von. RAX „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik fer hann yfir það hvernig það var að mæta á vettvang og mynda eftir náttúruhamfarirnar fyrir 25 árum. Hann var sendur á staðinn bæði Súðavík og Flateyri eftir flóðin árið 1995 til þess að skrásetja atburðina. Í þættinum eru sýndar myndirnar sem RAX tók eftir flóðin og hann segir frá sinni upplifun. „Það farast í þessum flóðum 36 manns og þegar svona gerist þá náttúrulega þarf að skrásetja þetta í söguna, Íslandssöguna,“ útskýrir RAX. Eftir snjóflóðið á Flateyri þann 26. október árið 1995, tók hann meðal ljósmynd af litlu barni í kirkjunni, sem varð mjög táknræn fyrir þennan dag. „Maður getur ekki staðið fyrir framan fólk, grátandi fólk sem er að syrgja og bíður í von og ótta um ástvini sína,“ segir RAX um það af hverju hann sat aftast í kirkjunni á meðan guðsþjónustunni stóð. Enn var verið að leita að litlu barni í flóðinu. „Þá gerist það að lítið barn fer að hágráta og það truflar athöfnina þannig að móðir þess heldur á því og gengur aftur í kirkjuna. Þar er björgunarsveitarmaður sem heldur um höfuðið á sér sorgmæddur. Litla barnið hágrætur og svo allt í einu stoppar það og lítur upp. Það var augnablikið.“ RAX segir að Magnea oddviti á Flateyri hafi skýrt þessa mynd Von og það nafn hefur fest við hana síðan. Hægt er að horfa á þáttinn Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru stuttir örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti. 11. október 2020 07:01 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik fer hann yfir það hvernig það var að mæta á vettvang og mynda eftir náttúruhamfarirnar fyrir 25 árum. Hann var sendur á staðinn bæði Súðavík og Flateyri eftir flóðin árið 1995 til þess að skrásetja atburðina. Í þættinum eru sýndar myndirnar sem RAX tók eftir flóðin og hann segir frá sinni upplifun. „Það farast í þessum flóðum 36 manns og þegar svona gerist þá náttúrulega þarf að skrásetja þetta í söguna, Íslandssöguna,“ útskýrir RAX. Eftir snjóflóðið á Flateyri þann 26. október árið 1995, tók hann meðal ljósmynd af litlu barni í kirkjunni, sem varð mjög táknræn fyrir þennan dag. „Maður getur ekki staðið fyrir framan fólk, grátandi fólk sem er að syrgja og bíður í von og ótta um ástvini sína,“ segir RAX um það af hverju hann sat aftast í kirkjunni á meðan guðsþjónustunni stóð. Enn var verið að leita að litlu barni í flóðinu. „Þá gerist það að lítið barn fer að hágráta og það truflar athöfnina þannig að móðir þess heldur á því og gengur aftur í kirkjuna. Þar er björgunarsveitarmaður sem heldur um höfuðið á sér sorgmæddur. Litla barnið hágrætur og svo allt í einu stoppar það og lítur upp. Það var augnablikið.“ RAX segir að Magnea oddviti á Flateyri hafi skýrt þessa mynd Von og það nafn hefur fest við hana síðan. Hægt er að horfa á þáttinn Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru stuttir örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti. 11. október 2020 07:01 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01
RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00
RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti. 11. október 2020 07:01