Pochettino segist elska Tottenham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 10:30 Mauricio Pochettino ber engan kala til Tottenham þrátt fyrir að hafa verið rekinn þaðan í fyrra. getty/Srdjan Stevanovic Þrátt fyrir að hafa verið látinn fara frá Tottenham fyrir ári síðan er Mauricio Pochettino enn hlýtt til félagsins og vonast til að það vinni titla undir stjórn eftirmanns síns, José Mourinho. Pochettino var fimm og hálft ár við stjórnvölinn hjá Tottenham og gerði frábæra hluti með liðið. Undir hans stjórn komst Spurs m.a. í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool, 2-0. Í nóvember 2019 var Pochettino látinn taka pokann sinn hjá Tottenham eftir slakt gengi. Skömmu eftir brottrekstur Argentínumannsins var Mourinho tilkynntur sem eftirmaður hans. „Ári síðar ætla ég ekki að segja að ég hafi ekki verið vonsvikinn. Ég var svekktur þegar við yfirgáfum félag sem við höfðum tengst vel eftir fimm og hálft ár. Ég lýg því ekki. En ég skil fótbolta og kannski þurfti félagið að gera breytingu. Ég kvarta ekki yfir ákvörðuninni,“ sagði Pochettino í Monday Night Football á Sky Sports í gær. Pochettino segist kunna vel við Mourinho og vonast til að hann nái góðum árangri með Tottenham. „Sá sem tók við af mér er góður vinur minn. Ég elska Tottenham, þekki José og vil aðeins það besta fyrir hann og það er að vinna. Við misstum af tækifærinu að vinna titla. Það hefði verið kirsuberið á kökuna,“ sagði Pochettino sem kveðst vera tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. „Ég vonast til að koma aftur sem fyrst og byrja að vinna. Ég hlakka til að snúa aftur. Ég elska þennan leik en þetta er erfitt.“ Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið látinn fara frá Tottenham fyrir ári síðan er Mauricio Pochettino enn hlýtt til félagsins og vonast til að það vinni titla undir stjórn eftirmanns síns, José Mourinho. Pochettino var fimm og hálft ár við stjórnvölinn hjá Tottenham og gerði frábæra hluti með liðið. Undir hans stjórn komst Spurs m.a. í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool, 2-0. Í nóvember 2019 var Pochettino látinn taka pokann sinn hjá Tottenham eftir slakt gengi. Skömmu eftir brottrekstur Argentínumannsins var Mourinho tilkynntur sem eftirmaður hans. „Ári síðar ætla ég ekki að segja að ég hafi ekki verið vonsvikinn. Ég var svekktur þegar við yfirgáfum félag sem við höfðum tengst vel eftir fimm og hálft ár. Ég lýg því ekki. En ég skil fótbolta og kannski þurfti félagið að gera breytingu. Ég kvarta ekki yfir ákvörðuninni,“ sagði Pochettino í Monday Night Football á Sky Sports í gær. Pochettino segist kunna vel við Mourinho og vonast til að hann nái góðum árangri með Tottenham. „Sá sem tók við af mér er góður vinur minn. Ég elska Tottenham, þekki José og vil aðeins það besta fyrir hann og það er að vinna. Við misstum af tækifærinu að vinna titla. Það hefði verið kirsuberið á kökuna,“ sagði Pochettino sem kveðst vera tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. „Ég vonast til að koma aftur sem fyrst og byrja að vinna. Ég hlakka til að snúa aftur. Ég elska þennan leik en þetta er erfitt.“
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira