Fær bætur frá WADA sem tók frá honum úrslitaleik með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 09:01 Mamadou Sakho í leik með Liverpool í desember 2016. Getty/David Price Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020 Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira