„Þeim verður ekki nauðgað úr þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Sigmundur Ernir Rúnarsson er án efa einn allra reynslumesti fjölmiðlamaður þjóðarinnar og hefur hann því upplifað ótrúlegustu hluti á sínum ferli. Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira