Úganda: Vitundarvakning um gildi menntunar í Buikwe Heimsljós 12. nóvember 2020 09:49 Grunnskólar í Úganda hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar frá 1. mars eða í rúmlega átta mánuði. Að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar starfandi forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala hefur langvarandi lokun skóla mikil áhrif á menntun barna, öryggi þeirra og velferð. Í ljósi þessa alvarlega ástands var í gær skrifað undir árssamning við regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka í menntamálum (FENU) með það að markmiði að hefja vitundarvakningu meðal foreldra í fiskiþorpum í Buikwe héraði um gildi menntunar en þar hafa Íslendingar stutt myndarlega við uppbyggingu í menntamálum. Finnbogi Rútur Arnarson og Fredrick Mwesigye frá FENU eftir undirritun samningsins Tilslakanir af hálfu stjórnvalda um opnun skóla verða ekki teknar fyrr en eftir áramót. Í síðasta mánuði var þó gefin út heimild til þess að nemendur á lokaári gætu snúið aftur til náms. Finnbogi Rútur segir mikilvægt að treysta þann árangur sem náðst hefur í grunnskólum í Buikwe. „FUNE hyggst efna til námskeiða hjá 46 félögum foreldra og kennara í héraðinu og brýna fyrir þeim gildi menntunar og mikilvægi þess að festa í sessi það sem unnist hefur, meðal annars í afstöðu til menntunar. Langvinn lokun skóla er farin að hafa áhrif á afstöðu foreldra til menntunar, mörgum finnst ástæðulaust að halda þessu áfram, krakkarnir bjargi sér greinilega án skóla,” segir hann. Á námskeiðunum með foreldrum koma samtökin einnig til með að fjalla um vernd barna og öryggi á tímum heimsfaraldursins og benda á leiðir til að koma í veg fyrir snemmbúin hjónabönd, ótímabærar þunganir unglingsstúlkna, stöðva kynferðisofbeldi, draga úr vinnu barna og leiðir til að styðja við börn í heimanámi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent
Grunnskólar í Úganda hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar frá 1. mars eða í rúmlega átta mánuði. Að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar starfandi forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala hefur langvarandi lokun skóla mikil áhrif á menntun barna, öryggi þeirra og velferð. Í ljósi þessa alvarlega ástands var í gær skrifað undir árssamning við regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka í menntamálum (FENU) með það að markmiði að hefja vitundarvakningu meðal foreldra í fiskiþorpum í Buikwe héraði um gildi menntunar en þar hafa Íslendingar stutt myndarlega við uppbyggingu í menntamálum. Finnbogi Rútur Arnarson og Fredrick Mwesigye frá FENU eftir undirritun samningsins Tilslakanir af hálfu stjórnvalda um opnun skóla verða ekki teknar fyrr en eftir áramót. Í síðasta mánuði var þó gefin út heimild til þess að nemendur á lokaári gætu snúið aftur til náms. Finnbogi Rútur segir mikilvægt að treysta þann árangur sem náðst hefur í grunnskólum í Buikwe. „FUNE hyggst efna til námskeiða hjá 46 félögum foreldra og kennara í héraðinu og brýna fyrir þeim gildi menntunar og mikilvægi þess að festa í sessi það sem unnist hefur, meðal annars í afstöðu til menntunar. Langvinn lokun skóla er farin að hafa áhrif á afstöðu foreldra til menntunar, mörgum finnst ástæðulaust að halda þessu áfram, krakkarnir bjargi sér greinilega án skóla,” segir hann. Á námskeiðunum með foreldrum koma samtökin einnig til með að fjalla um vernd barna og öryggi á tímum heimsfaraldursins og benda á leiðir til að koma í veg fyrir snemmbúin hjónabönd, ótímabærar þunganir unglingsstúlkna, stöðva kynferðisofbeldi, draga úr vinnu barna og leiðir til að styðja við börn í heimanámi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent