Feðgarnir Gummi Ben og Albert í skemmtilegu innslagi hjá UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 13:11 Guðmundur Benediktsson ræðir son sinn Albert í myndbandinu og þá staðreynd að hann er nú kominn í íslenska A-landsliðið. Skjámynd/Yotube/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira