Hálf milljón á mánuði í kókaín og seldi bækur fyrir 380 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 12:30 Herbert fer um víðan völl í þættinum. Herbert Guðmundsson hefur í áratugi verið einn þekktasti tónlistarmaðurinn í íslensku tónlistarlífi er þekktur fyrir mikinn dugnað og gott hugarfar. Herbert ræddi við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans um ferilinn og lífið. Hann segist þakka erfiðleikunum í lífi sínu fyrir að hafa náð að eflast sem manneskja. „Þegar ég skoða mitt líf sé ég að ég hef oft verið með vindinn í fangið, en það hefur alltaf gert mig sterkari og sterkari, af því að ég held alltaf áfram og sé þetta sem lexíur. Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað og ef maður nær að læra smátt og smátt af erfiðu hlutunum stendur maður uppi sem sigurvegari. Fyrst eru þetta auðvitað rosalegir skellir, eins og þegar ég var tekinn með fíkniefnin og handtekinn og settur inn í grænan klefa og þegar ég varð gjaldþrota, en þegar ég horfi til baka sé ég núna hvað allir þessir hlutir styrktu mig í stóru myndinni. Ég segi oft þessa setningu, vandamálin eru eldiviður framfaranna,“ segir Herbert meðal annars í þættinum. Klippa: Hálf milljón á mánuði í kókaín og seldi bækur fyrir 380 milljónir Herbert var um tíma langt leiddur í neyslu á kókaíni og segist alltaf hafa verið blankur þrátt fyrir að hafa þénað gífurlega vel. „Minn alkóhólismi þróast hægt og rólega og ég var alltaf svo duglegur að vinna að ég gat fjármagnað þetta. Fyrir utan tónlistina var ég alltaf söluhæsti sölumaðurinn hjá Erni og Erlygi og þegar ég hætti þar var ég búinn að selja bækur fyrir 380 milljónir. Þannig að þegar flasa djöfulsins (kókaín) kom inn í myndina hafði ég efni á því og það tók mig á fimm árum þangað að ég gjörsamlega kominn á hnén. Þetta er rosalega vont efni sem gerir mann eigingjarnan, sjálfhverfan og siðblindan. Áfengi var í raun aldrei mikið vandamál fyrir mig, en kókaínið tók mig. Þetta þróaðist rosalega hratt í mínu tilviki og þegar ég fór inn á Vog var ég alltaf að eyða allavega hálfri milljón á mánuði í kókaín. Þetta var 2007, þannig að þetta væri talsvert hærri upphæð í dag. Þó að ég væri alltaf að syngja og í bóksölunni var ég samt alltaf blankur.“ Herbert sat um tíma í fangelsi og samdi þar sitt vinsælasta lag, Can´t Walk away. Í þættinum segir hann frá fangelsisvistinni og hvernig hún kom til. „Ég var kokkur á togaranum MS Reykjafossi og var beðinn um að taka pakka með í land með misjöfnum efnum og ég hugsaði með mér að ég gæti grætt góðan pening og sló til. En svo var gæinn sem átti efnin tekinn af lögreglunni og hann bara kjaftaði, svo kemur fíknó bara á höfnina þegar ég kom í land og ég handtekinn og settur í gæsluvarðhald í heilan mánuð. Ég sat í Síðumúlafangelsinu með fólkinu úr Geirfinnsmálinu, en svo var ég færður á Skólavörðustíg,“ segir Herbert sem leit á sig sem stóran kall í fíkniefnabransanum á Íslandi. Fyrstu dagarnir í fangelsinu erfiðir „En ekki bara einhver sem ætlaði að græða pening á einni sendingu. En þetta var rosalegt sjokk þegar þetta átti sér stað, ekki síst fyrir fjölskylduna mína. Konuna mína, mömmu mína og ég var líka með tvö lítil börn á þessum tíma og pabbi minn var að deyja úr krabbameini, þannig að þetta var erfitt. Ég man að ég fékk að fara í jarðarförina hans, en var í fylgd tveggja lögreglumanna, sem stóðu við hurðina til að passa að ég færi ekkert.“ Herbert segir að fyrstu dagarnir í fangelsinu hafi verið verulega erfiðir, en smátt og smátt hafi hann náð hugarró og byrjað að lesa mikið af bókum. Svo fékk hann gítarinn sinn inn í fangelsið og þá varð til hans þekktasta lag. Hann segir lagið hafa nánast komið til sín af himnum ofan. „Svo fékk ég loksins gítarinn til mín inn í fangelsið, það tók talsverðan tíma að redda því og passa að það væri ekkert misjafnt inni í gítarnum og svona. Svo þegar hann er kominn inn, þá kemur lagið til mín frekar fljótt. Svo á ég þetta lag í talsverðan tíma áður en það var svo gefið út. Svo fékk ég sex mánaða dóm og fór í netavinnu á Kvíabryggju. Það var góður tími og þetta var í heild sinni mjög góður skóli og kenndi mér mikla auðmýkt.“ Í þættinum fara Sölvi og Herbert yfir magnaðan feril Herberts, sögur úr fangelsinu, bóksölu fyrir hundruð milljóna og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Herbert Guðmundsson hefur í áratugi verið einn þekktasti tónlistarmaðurinn í íslensku tónlistarlífi er þekktur fyrir mikinn dugnað og gott hugarfar. Herbert ræddi við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans um ferilinn og lífið. Hann segist þakka erfiðleikunum í lífi sínu fyrir að hafa náð að eflast sem manneskja. „Þegar ég skoða mitt líf sé ég að ég hef oft verið með vindinn í fangið, en það hefur alltaf gert mig sterkari og sterkari, af því að ég held alltaf áfram og sé þetta sem lexíur. Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað og ef maður nær að læra smátt og smátt af erfiðu hlutunum stendur maður uppi sem sigurvegari. Fyrst eru þetta auðvitað rosalegir skellir, eins og þegar ég var tekinn með fíkniefnin og handtekinn og settur inn í grænan klefa og þegar ég varð gjaldþrota, en þegar ég horfi til baka sé ég núna hvað allir þessir hlutir styrktu mig í stóru myndinni. Ég segi oft þessa setningu, vandamálin eru eldiviður framfaranna,“ segir Herbert meðal annars í þættinum. Klippa: Hálf milljón á mánuði í kókaín og seldi bækur fyrir 380 milljónir Herbert var um tíma langt leiddur í neyslu á kókaíni og segist alltaf hafa verið blankur þrátt fyrir að hafa þénað gífurlega vel. „Minn alkóhólismi þróast hægt og rólega og ég var alltaf svo duglegur að vinna að ég gat fjármagnað þetta. Fyrir utan tónlistina var ég alltaf söluhæsti sölumaðurinn hjá Erni og Erlygi og þegar ég hætti þar var ég búinn að selja bækur fyrir 380 milljónir. Þannig að þegar flasa djöfulsins (kókaín) kom inn í myndina hafði ég efni á því og það tók mig á fimm árum þangað að ég gjörsamlega kominn á hnén. Þetta er rosalega vont efni sem gerir mann eigingjarnan, sjálfhverfan og siðblindan. Áfengi var í raun aldrei mikið vandamál fyrir mig, en kókaínið tók mig. Þetta þróaðist rosalega hratt í mínu tilviki og þegar ég fór inn á Vog var ég alltaf að eyða allavega hálfri milljón á mánuði í kókaín. Þetta var 2007, þannig að þetta væri talsvert hærri upphæð í dag. Þó að ég væri alltaf að syngja og í bóksölunni var ég samt alltaf blankur.“ Herbert sat um tíma í fangelsi og samdi þar sitt vinsælasta lag, Can´t Walk away. Í þættinum segir hann frá fangelsisvistinni og hvernig hún kom til. „Ég var kokkur á togaranum MS Reykjafossi og var beðinn um að taka pakka með í land með misjöfnum efnum og ég hugsaði með mér að ég gæti grætt góðan pening og sló til. En svo var gæinn sem átti efnin tekinn af lögreglunni og hann bara kjaftaði, svo kemur fíknó bara á höfnina þegar ég kom í land og ég handtekinn og settur í gæsluvarðhald í heilan mánuð. Ég sat í Síðumúlafangelsinu með fólkinu úr Geirfinnsmálinu, en svo var ég færður á Skólavörðustíg,“ segir Herbert sem leit á sig sem stóran kall í fíkniefnabransanum á Íslandi. Fyrstu dagarnir í fangelsinu erfiðir „En ekki bara einhver sem ætlaði að græða pening á einni sendingu. En þetta var rosalegt sjokk þegar þetta átti sér stað, ekki síst fyrir fjölskylduna mína. Konuna mína, mömmu mína og ég var líka með tvö lítil börn á þessum tíma og pabbi minn var að deyja úr krabbameini, þannig að þetta var erfitt. Ég man að ég fékk að fara í jarðarförina hans, en var í fylgd tveggja lögreglumanna, sem stóðu við hurðina til að passa að ég færi ekkert.“ Herbert segir að fyrstu dagarnir í fangelsinu hafi verið verulega erfiðir, en smátt og smátt hafi hann náð hugarró og byrjað að lesa mikið af bókum. Svo fékk hann gítarinn sinn inn í fangelsið og þá varð til hans þekktasta lag. Hann segir lagið hafa nánast komið til sín af himnum ofan. „Svo fékk ég loksins gítarinn til mín inn í fangelsið, það tók talsverðan tíma að redda því og passa að það væri ekkert misjafnt inni í gítarnum og svona. Svo þegar hann er kominn inn, þá kemur lagið til mín frekar fljótt. Svo á ég þetta lag í talsverðan tíma áður en það var svo gefið út. Svo fékk ég sex mánaða dóm og fór í netavinnu á Kvíabryggju. Það var góður tími og þetta var í heild sinni mjög góður skóli og kenndi mér mikla auðmýkt.“ Í þættinum fara Sölvi og Herbert yfir magnaðan feril Herberts, sögur úr fangelsinu, bóksölu fyrir hundruð milljóna og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira