Brexit mun hafa mikil áhrif á leikmannakaup enskra knattspyrnuliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 09:00 Eftir að Bretland segir sig úr Evrópusambandinu mun það reynast félögum erfðara að kaupa leikmenn erlendis frá. Marc Atkins/Getty Images Það var vitað að brotthvarf Bretlandseyja úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á ensk knattspyrnufélög. Munu félög ekki geta keypt leikmenn undir 18 ára aldri og þá verður atvinnuleyfiskerfi leikmanna byggt á stigakerfi. Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar. Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar.
Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira