Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. desember 2020 07:00 Úr viðtalinu við Kjartan Henry sem var frumsýnt á Kanal 9 um helgina. KANAL 9 SKJÁSKOT Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020 Danski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020
Danski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira