Paul Scholes hrósaði Liverpool liðinu mikið við mikla kátínu Púlara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 09:31 Paul Scholes og leikmenn Liverpool fagna síðan einu marka sinna í gær. Getty/Samsett/Peter Powell Liverpool liðið sýndi sínar bestu hliðar í sannfærandi sigri í fyrsta leiknum á Anfield eftir að áhorfendur fengu að snúa aftur. Stuðningsmenn Liverpool voru skiljanlega afar sáttir með stórsigurinn á Úlfanum í ensku úrvalsdeildinni gær og enn kátari þegar þeir heyrðu Manchester United goðsögnina ausa endalausu hrósi yfir liðið. Manchester United goðsögnin Paul Scholes talaði vel um Liverpool í gærkvöldi eftir frábæra frammistöðu liðsins í 4-0 stórsigri á Wolves. Scholes spáir því að Liverpool verji enska meistaratitilinn næsta vor. Liverpool er í dag í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Tottenham en verri markatölu. Scholes talaði sérstaklega um Georginio Wijnaldum og framtíð hans hjá Liverpool. Wijnaldum hefur enn ekki gengið frá nýjum samningi. "Scholes has become an excellent pundit overnight" "Watching Scholes praise us for 30 mins was glorious" "I like Scholes now - there I said it!"Paul Scholes' comments on Liverpool have gone down well with Reds' supporters https://t.co/9cG4AM74tu— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Georginio Wijnaldum var orðaður við Barcelona síðasta sumar og virtist vera á útleið eftir að Liverpool keypti Thiago Alcantara. Thiago meiddist hins vegar fljótlega og hefur ekki spilað síðan. Á sama tíma hefur Georginio Wijnaldum spilað næstum því alla leiki. Wijnaldum lék vel í gær og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum. „Af hverju ætti hann að vilja yfirgefa þennan stað? Þetta lið er að spila sóknarbolta og hann er að spila í hverri viku,“ sagði Paul Scholes. „Ég veit að það var eitthvað tal um Barcelona í sumar og hann var orðaður við þá en það kom ekkert út úr því,“ sagði Scholes. „Hvort sem hann vildi fara eða ekki, það veit ég ekkert um. En af hverju ætti hann að vilja yfirgefa svona fótboltalið. Ég tel að þeir muni vinna deildina aftur og þetta er lið sem er mjög spennandi að spila með,“ sagði Scholes. Stuðningsmenn Liverpool höfðu sérstaka ánægju af því að hlusta á Paul Scholes hrósa Liverpool liðinu í þrjátíu mínútur eftir leikinn í gær. Þeir fögnuðu því mikið á Twitter. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool voru skiljanlega afar sáttir með stórsigurinn á Úlfanum í ensku úrvalsdeildinni gær og enn kátari þegar þeir heyrðu Manchester United goðsögnina ausa endalausu hrósi yfir liðið. Manchester United goðsögnin Paul Scholes talaði vel um Liverpool í gærkvöldi eftir frábæra frammistöðu liðsins í 4-0 stórsigri á Wolves. Scholes spáir því að Liverpool verji enska meistaratitilinn næsta vor. Liverpool er í dag í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Tottenham en verri markatölu. Scholes talaði sérstaklega um Georginio Wijnaldum og framtíð hans hjá Liverpool. Wijnaldum hefur enn ekki gengið frá nýjum samningi. "Scholes has become an excellent pundit overnight" "Watching Scholes praise us for 30 mins was glorious" "I like Scholes now - there I said it!"Paul Scholes' comments on Liverpool have gone down well with Reds' supporters https://t.co/9cG4AM74tu— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Georginio Wijnaldum var orðaður við Barcelona síðasta sumar og virtist vera á útleið eftir að Liverpool keypti Thiago Alcantara. Thiago meiddist hins vegar fljótlega og hefur ekki spilað síðan. Á sama tíma hefur Georginio Wijnaldum spilað næstum því alla leiki. Wijnaldum lék vel í gær og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum. „Af hverju ætti hann að vilja yfirgefa þennan stað? Þetta lið er að spila sóknarbolta og hann er að spila í hverri viku,“ sagði Paul Scholes. „Ég veit að það var eitthvað tal um Barcelona í sumar og hann var orðaður við þá en það kom ekkert út úr því,“ sagði Scholes. „Hvort sem hann vildi fara eða ekki, það veit ég ekkert um. En af hverju ætti hann að vilja yfirgefa svona fótboltalið. Ég tel að þeir muni vinna deildina aftur og þetta er lið sem er mjög spennandi að spila með,“ sagði Scholes. Stuðningsmenn Liverpool höfðu sérstaka ánægju af því að hlusta á Paul Scholes hrósa Liverpool liðinu í þrjátíu mínútur eftir leikinn í gær. Þeir fögnuðu því mikið á Twitter.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira