Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 08:01 Lars Lagerbäck stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn á Stade de France 3. júlí 2016. Getty/Michael Regan Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Jón Þór Hauksson er væntanlega að missa starfið sem þjálfari kvennalandsliðsins eftir trúnaðarbrestinn í fögnuðinum eftir að EM sætið var í höfn og Erik Hamrén ákvað að hætt með karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að komast á EM alls staðar. Víðir Sigurðsson, reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði pistil um þjálfaramál íslensku knattspyrnulandsliðanna í Morgunblaðinu í dag. Víðir setur þar fram tillögu að þjálfaramálum landsliðanna. Víðir vill að Knattspyrnusambandið leiti til Lars Lagerbäck, sem nýverið var rekinn sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Víðir vill ekki bara að Lagerbäck taki við karlalandsliðinu heldur einnig við kvennalandsliðinu. Reyndar segir Víðir í pistli sínum að hugmyndin um að ráða Lars á kvennalandsliðið hafi komið frá eiginkonu hans. „Reynsla og skipulag Svíans myndi svo sannarlega koma að notum á ný og heyrst hefur að „gamla gengið“ í karlaliðinu hafi þegar kallað eftir því að fá Lars aftur til Íslands,“ skrifaði Víðir og endaði svo pistil sinn á útfærslu á tillögunni. „Því ekki að freista þess að ráða hann aftur til tveggja ára, nú sem yfirþjálfara beggja landsliðanna? Með framtíðarþjálfara beggja liða sér við hlið í tvö ár? Við höfum ágætis reynslu af slíku fyrirkomulagi,“ skrifaði Víðir. Lars Lagerbäck þjálfaði karlalandsliðið frá 2012 til 2016. Fyrst var Heimir Hallgrímsson aðstoðarmaður hans í tvö ár en frá árinu 2014 þá þjálfuðu þeir landsliðið saman. Heimir tók síðan við liðinu einn eftir Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016 kom íslenska liðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018. HM 2022 í Katar EM 2021 í Englandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Jón Þór Hauksson er væntanlega að missa starfið sem þjálfari kvennalandsliðsins eftir trúnaðarbrestinn í fögnuðinum eftir að EM sætið var í höfn og Erik Hamrén ákvað að hætt með karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að komast á EM alls staðar. Víðir Sigurðsson, reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði pistil um þjálfaramál íslensku knattspyrnulandsliðanna í Morgunblaðinu í dag. Víðir setur þar fram tillögu að þjálfaramálum landsliðanna. Víðir vill að Knattspyrnusambandið leiti til Lars Lagerbäck, sem nýverið var rekinn sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Víðir vill ekki bara að Lagerbäck taki við karlalandsliðinu heldur einnig við kvennalandsliðinu. Reyndar segir Víðir í pistli sínum að hugmyndin um að ráða Lars á kvennalandsliðið hafi komið frá eiginkonu hans. „Reynsla og skipulag Svíans myndi svo sannarlega koma að notum á ný og heyrst hefur að „gamla gengið“ í karlaliðinu hafi þegar kallað eftir því að fá Lars aftur til Íslands,“ skrifaði Víðir og endaði svo pistil sinn á útfærslu á tillögunni. „Því ekki að freista þess að ráða hann aftur til tveggja ára, nú sem yfirþjálfara beggja landsliðanna? Með framtíðarþjálfara beggja liða sér við hlið í tvö ár? Við höfum ágætis reynslu af slíku fyrirkomulagi,“ skrifaði Víðir. Lars Lagerbäck þjálfaði karlalandsliðið frá 2012 til 2016. Fyrst var Heimir Hallgrímsson aðstoðarmaður hans í tvö ár en frá árinu 2014 þá þjálfuðu þeir landsliðið saman. Heimir tók síðan við liðinu einn eftir Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016 kom íslenska liðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018.
HM 2022 í Katar EM 2021 í Englandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira