Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 15:17 Úr leik HK og ÍBV fyrr á leiktíðinni, í þeim fáum leikjum sem spilaðir hafa verið síðan í mars 2020. vísir/vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. Æfingabanni á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag. „Fyrstu viðbrögð er sú að það er ýmsu enn ósvarað í þessu öllu,“ sagði Róbert Geir í samtali við Vísi í dag. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar.“ Ungmenni hafi hvorki æft né spilað síðan í byrjun október og saknar Róbert þess að þau fái einnig að komast inn í íþróttahúsin á nýjan leik. Að neðan má sjá reglurnar sem kynntar voru í dag sem snúa að íþróttum: Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 til ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ „Við erum að bíða eftir svörum frá ÍSÍ og yfirvöldum varðandi hvað þetta þýðir. Það gæti verið að eitthvað standi í reglugerðinni sem er ekki í upptalningunni.“ Róbert segir að þessar nýjustu reglur muni hafa einhver áhrif á mótahald HSÍ. „Það er ekki hægt að hefja leik eins snemma í Olís deild kvenna og við vonuðumst eftir. Ef 1. deildarliðin fá ekki að æfa þá er það fyrst í febrúar sem þau geta byrjað að spila. Þetta er mismunun á milli félaga,“ sagði Róbert. Reglugerðin mismuni einnig liðum innan félaga sé horft til jafnréttissjónarmiða. „Við erum að horfa upp á félög sem þurfa að funda með leikmannahópum sínum og tilkynna að kvennaliðið geti æft en ekki karlaliðið og öfugt,“ sagði Róbert. Vísar hann til þess að sum félög séu með karlalið í efstu deild en kvennalið í næstefstu deild svo dæmi sé tekið. Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Æfingabanni á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag. „Fyrstu viðbrögð er sú að það er ýmsu enn ósvarað í þessu öllu,“ sagði Róbert Geir í samtali við Vísi í dag. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar.“ Ungmenni hafi hvorki æft né spilað síðan í byrjun október og saknar Róbert þess að þau fái einnig að komast inn í íþróttahúsin á nýjan leik. Að neðan má sjá reglurnar sem kynntar voru í dag sem snúa að íþróttum: Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 til ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ „Við erum að bíða eftir svörum frá ÍSÍ og yfirvöldum varðandi hvað þetta þýðir. Það gæti verið að eitthvað standi í reglugerðinni sem er ekki í upptalningunni.“ Róbert segir að þessar nýjustu reglur muni hafa einhver áhrif á mótahald HSÍ. „Það er ekki hægt að hefja leik eins snemma í Olís deild kvenna og við vonuðumst eftir. Ef 1. deildarliðin fá ekki að æfa þá er það fyrst í febrúar sem þau geta byrjað að spila. Þetta er mismunun á milli félaga,“ sagði Róbert. Reglugerðin mismuni einnig liðum innan félaga sé horft til jafnréttissjónarmiða. „Við erum að horfa upp á félög sem þurfa að funda með leikmannahópum sínum og tilkynna að kvennaliðið geti æft en ekki karlaliðið og öfugt,“ sagði Róbert. Vísar hann til þess að sum félög séu með karlalið í efstu deild en kvennalið í næstefstu deild svo dæmi sé tekið.
Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita