Kia Sorento valinn Bíll ársins hjá Carbuyer Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. desember 2020 07:01 Nýr Kia Sorento Nýr Kia Sorento hefur verið valinn Bíll ársins 2021 hjá breska bílafjölmiðlinum Carbuyer. Sorento fékk tvöfalda viðurkenningu því hann vann einnig flokkinn Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Þetta er í tíunda skipti sem Carbuyer velur Bíl ársins og þykja verðlaunin mjög eftirsótt. Kia hefur átt mikilli velgengni á verðlaunahátíð Carbyer undanfarin ár því e-Niro, Picanto og cee'd hafa allir unnið til verðlauna þar. Þetta er fjórða kynslóð Kia Sorento en hún var frumsýnd hér á landi í október sl. Sorento er með nýju og glæsilegu útliti sem fangar augað. Framendi, hliðarsvipur og afturendi bílsins hafa fengið alveg nýtt útlit sem gefa bílnum nýtt og fágað yfirbragð. Bíllinn kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. Tengiltvinnbíllinn er með 13,8 kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél sem skilar 265 hestöflum. Drægi bílsins er 55 km á rafmagninu eingöngu en síðan tekur bensínvélin við. Tvinnbíllinn er með Hybridtækni þar sem bensínvél og rafmótor vinna saman og skila bílnum 232 hestöflum. Eyðslan er frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dísilútfærslan er með 2,2 lítra vél sem skilar 202 hestöflum og eyðslan er frá 6,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Kia Sorento er með nýjum undirvagni og með dráttargetu allt að 2,5 kg. Tengiltvinnbíllinn mun koma í ársbyrjun 2021. „Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir Kia. Hinn nýi Sorento sýnir hversu langt Kia hefur komist á undanförnum 30 árum sem bílaframleiðandi. Sorento býður upp á mikil gæði og lúxus sem og skilvirkni og afbragðs aksturseiginleika. Sorento hefur verið mjög vinsæll hér á landi undanfarin ár og kemur ekki á óvart enda frábær bíll fyrir íslenskar aðstæður. Hin nýja kynslóð bílsins hefur fengið mjög góðar viðtökur og selst vel hjá okkur eftir að hann var frumsýndur hér heima í haust,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá bílaumboðinu Öskju. Vistvænir bílar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Þetta er í tíunda skipti sem Carbuyer velur Bíl ársins og þykja verðlaunin mjög eftirsótt. Kia hefur átt mikilli velgengni á verðlaunahátíð Carbyer undanfarin ár því e-Niro, Picanto og cee'd hafa allir unnið til verðlauna þar. Þetta er fjórða kynslóð Kia Sorento en hún var frumsýnd hér á landi í október sl. Sorento er með nýju og glæsilegu útliti sem fangar augað. Framendi, hliðarsvipur og afturendi bílsins hafa fengið alveg nýtt útlit sem gefa bílnum nýtt og fágað yfirbragð. Bíllinn kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. Tengiltvinnbíllinn er með 13,8 kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél sem skilar 265 hestöflum. Drægi bílsins er 55 km á rafmagninu eingöngu en síðan tekur bensínvélin við. Tvinnbíllinn er með Hybridtækni þar sem bensínvél og rafmótor vinna saman og skila bílnum 232 hestöflum. Eyðslan er frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dísilútfærslan er með 2,2 lítra vél sem skilar 202 hestöflum og eyðslan er frá 6,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Kia Sorento er með nýjum undirvagni og með dráttargetu allt að 2,5 kg. Tengiltvinnbíllinn mun koma í ársbyrjun 2021. „Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir Kia. Hinn nýi Sorento sýnir hversu langt Kia hefur komist á undanförnum 30 árum sem bílaframleiðandi. Sorento býður upp á mikil gæði og lúxus sem og skilvirkni og afbragðs aksturseiginleika. Sorento hefur verið mjög vinsæll hér á landi undanfarin ár og kemur ekki á óvart enda frábær bíll fyrir íslenskar aðstæður. Hin nýja kynslóð bílsins hefur fengið mjög góðar viðtökur og selst vel hjá okkur eftir að hann var frumsýndur hér heima í haust,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá bílaumboðinu Öskju.
Vistvænir bílar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent