Heljarinnar útsending á Stöð 2: „Við tökum honum fagnandi” Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Logi Bergmann og Sigrún Ósk stýra þættinum saman. Myndir/Inga Lind/vilhelm Eitt það allra fyrsta sem gerist eftir að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi nú er að Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir koma sér fyrir á stóra sviði Borgarleikhússins og stýra þaðan jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþættinum Látum jólin ganga, í beinni útsendingu á Stöð 2. Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi. Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi.
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira