Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2020 09:48 Ingólfur og Jóhanna reyna fyrir sér á leiksviðinu. Mynd/saga sig Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. Jóhanna Guðrún verður í hlutverki Sandy, sem bresk-ástralska leik- og söngkonan Olivia Newton-John lék, og gerði hana heimsfræga. „Það er algjör draumur að taka þátt, við Ingó höfum talað um það í mörg ár hvað það yrði gaman að taka þátt í svona sýningu saman,“ segir Jóhanna Guðrún, sem er spennt fyrir hlutverkinu, en hún hefur áður tekið þátt í uppfærslum á lögum ABBA. „Svo er ég brjálaður Grease aðdáandi frá blautu barnsbeini. Aðspurð segir hún að uppáhalds lag hennar úr kvikmyndinni sé Hopelessly Devoted To You. „Ég elska öll lögin úr myndinni, en ef ég verð að velja eitt þá er það Hopelessly Devoted To You, það er svo fallegt og mikið söngkonu lag.” Ingó verður í hlutverki Danny, sem bandaríski töffarinn og dansarinn John Travolta lék og heillaði okkur upp úr skónum. „Ég er spenntur að taka þátt í sýningunni því ég er ekki mikill leikhúskall. Fer frekar bara alltaf á Grease því það eru góð lög og einföld saga sem gengur upp,“ segir Ingó, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í tónleikasýningu eins og þessari. Uppáhaldslag hans úr Grease We Go Together. „Maður kemst bara í gott skap við það lag og svo er það mikill dans og mig dauðlangar að geta dansað.“ Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, sem áður hefur meðal annars tekið þátt í ABBA uppfærslum með Jóhönnu Guðrúnu, og Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar DIMMU verða Jóhönnu Guðrúnu og Ingó til halds og trausts, auk söngvara og annars listafólks, sem munu sjá til þess að ekkert verður til sparað á tónleikunum í Laugardalshöll til að gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta. Miðasala hefst 15. Desember á tix.is. Tónlist Menning Leikhús Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Jóhanna Guðrún verður í hlutverki Sandy, sem bresk-ástralska leik- og söngkonan Olivia Newton-John lék, og gerði hana heimsfræga. „Það er algjör draumur að taka þátt, við Ingó höfum talað um það í mörg ár hvað það yrði gaman að taka þátt í svona sýningu saman,“ segir Jóhanna Guðrún, sem er spennt fyrir hlutverkinu, en hún hefur áður tekið þátt í uppfærslum á lögum ABBA. „Svo er ég brjálaður Grease aðdáandi frá blautu barnsbeini. Aðspurð segir hún að uppáhalds lag hennar úr kvikmyndinni sé Hopelessly Devoted To You. „Ég elska öll lögin úr myndinni, en ef ég verð að velja eitt þá er það Hopelessly Devoted To You, það er svo fallegt og mikið söngkonu lag.” Ingó verður í hlutverki Danny, sem bandaríski töffarinn og dansarinn John Travolta lék og heillaði okkur upp úr skónum. „Ég er spenntur að taka þátt í sýningunni því ég er ekki mikill leikhúskall. Fer frekar bara alltaf á Grease því það eru góð lög og einföld saga sem gengur upp,“ segir Ingó, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í tónleikasýningu eins og þessari. Uppáhaldslag hans úr Grease We Go Together. „Maður kemst bara í gott skap við það lag og svo er það mikill dans og mig dauðlangar að geta dansað.“ Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, sem áður hefur meðal annars tekið þátt í ABBA uppfærslum með Jóhönnu Guðrúnu, og Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar DIMMU verða Jóhönnu Guðrúnu og Ingó til halds og trausts, auk söngvara og annars listafólks, sem munu sjá til þess að ekkert verður til sparað á tónleikunum í Laugardalshöll til að gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta. Miðasala hefst 15. Desember á tix.is.
Tónlist Menning Leikhús Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira