KSÍ styrkir félögin í landinu um 70 milljónir: ÍBV og Þróttur R. fá mest samanlagt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 12:31 Íslandsmeistaralið Vals og Breiðabliks voru meðal þeirra liða sem fengu hvað mest frá Covid-framlags styrk KSÍ. Visir/Daniel Thor Knattspyrnusamband Íslands gaf það út í dag að sambandið myndi styrkja aðildarfélög landsins um 70 milljónir króna. Var þetta samþykkt á stjórnarfundi KSÍ þann 10. desember síðastliðinn. „Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira