Fyrrverandi landsliðsmaður Svía lýsir munntóbaksfíkn: „Baggið er minn besti vinur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 09:30 Sænski baggkóngurinn Glenn Strömberg. getty/Alessandro Sabattini Glenn Strömberg, fyrrverandi leikmaður sænska fótboltalandsliðsins, hefur rætt opinskátt um munntóbaksfíkn sína. Hann segir baggið sinn besta vin. Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg. Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg.
Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira