Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2020 19:01 Ísak Bergmann er sautján ára Skagamaður sem hefur skapað sér nafn í Evrópufótboltanum. Heimasíða Norrköping Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. Ísak Bergmann settist niður með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, í dag og ræddi við hann um Norrköping, sænska boltann, pabba sinn og margt, margt fleira. Þeir byrjuðu á því að ræða hvernig það hafi verið að flytja fimmtán ára til Norrköping frá Akranesi. „Það var mjög krefjandi en það hjálpaði til að ég flutti með Oliver [Stefánssyni] út og fjölskyldan hans flutti með. Að þau fluttu með var frábært fyrir mig, að geta aðlagast og komist inn í þetta með þeim þarna úti,“ sagði Ísak. Oliver, annar Skagamaður, gekk í raðir Norrköping á sama tíma. Þeir fóru beint í að æfa með aðalliði félagsins. „Að æfa með fimmtán ára með aðalliði er alveg geggjað. Að fá að æfa á hverjum degi í þessu umhverfi gerði mig betri á hverjum degi. Ég fann það. Ég varð betri með hverjum degi og það var frábært.“ Ísak hefur verið lykilmaður Norrköping á leiktíðinni og endaði sem einn stoðsendingahæsti leikmaður tímabilsins auk þess að vera tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn. Greip tækifærið þegar hann fékk það „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég vann mig inn í byrjunarliðið sem var markmiðið fyrir tímabilið og það tókst. Í fjórðu umferðinni meiddist einn, ég fór á kantinn og lagði upp tvö mörk. Það gekk mjög vel þegar ég fékk tækifærið. Ég var mjög þakklátur fyrir að fá tækifærið.“ „Þetta er vinna á hverjum einasta degi. Maður vaknar og hugsar hvernig maður verður betri. Ég fókusera á það; að verða betri íþróttamaður, fótboltamaður og manneskja. Það geri ég á hverjum degi.“ Hann upplifði drauminn; að spila A-landsleik í síðasta mánuði er hann kom inn á í tapi Íslands á Wembley. Hann segir það draumi líkast. „Það hefur verið draumur að spila fyrir A-landsliðið. Að fá það tækifæri á Wembley var ekki síðra. Þó að leikurinn hafi ekki farið vel þá er það draumur að spila fyrir landið mitt, Ísland.“ Ísak Bergmann, eins og áður segir, hefur verið mikið orðaður við mörg lið í Evrópuboltanum og mörg þeirra eru ansi stór. Hann pælir lítið í því hvað fjölmiðlar segja; hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Spáir lítið í fjölmiðlum „Hvað varðar fjölmiðla þá reyni ég að spá lítið í þeim. Það er gaman að sjá þegar það er eitthvað gott skrifað en ég reyni að fókusera sem minnst á það - því þegar það fer að ganga illa þá er ekki gott að spá í þeim. Maður þarf að halda jafnvægi; að spá ekki í þá, hvorki þegar það gengur vel né illa.“ „Það hefur verið draumur að vera atvinnumaður í fótbolta. Ég er búinn að vera í tvö ár úti og þetta hefur verið skemmtilegt. Vonandi verður það þannig áfram. Það er fyrst og fremst skemmtilegt að það sé verið að tala um mann en það sem ég fókusera á er að hugsa um það sem ég get stjórnað. Að æfa vel og vera með fjölskyldunni. Svo fer ég til Norrköping 6. janúar.“ Enska blaðið Daily Mirror, og Daily Mail tekur undir það, að Norrköping vilji í heildina fá yfir 10 milljónir punda fyrir Ísak, jafnvirði 1,8 milljarða króna. Ísak Bergmann veltir sér ekkert upp úr þessum peningum. „Nei, alls ekki. Ég spái eiginlega ekkert í því,“ en hann segir að það séu nokkur lykilatriði sem verða að vera hjá hans næsta liði - þó að hann sé lítið að spá í því sem gerist. Pabbi hjálpar til „Að þjálfarinn trúi á mann, gott umhverfi í kringum liðið en ég er fyrst og fremst núna að æfa vel hérna heima. Svo kemur hitt. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég fókusera á það sem ég get stjórnað sjálfur og maður á ekki að vera spá í þeim hlutum sem maður getur ekki stjórnað sjálfur. Þá missir maður hausinn og það er ekki gott.“ Hann var svo spurður út í það hvort að hann ætti eitthvað draumalið. Hann kom einnig inn á föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Jóhannes Karl spilaði lengi í atvinnumennsku, til að mynda með Burnley og Leicester. „Ég á ekkert draumalið en ég held með Man. United. Ég bjó þar þegar pabbi var að spila með Burnley og Leicester. Það var gaman að sjá hann spila á þessum stóru völlum og gaf mér drifkraft til að ná mínum markmiðum.“ „Hann hefur verið mín helsta fyrirmynd frá því að ég var lítil. Að sjá hann spila á þessum stóru völlum á Englandi gaf manni meiri kraft að ná í þessi markmið sem hann náði. Hann hefur hjálpað mér í gegnum allt,“ en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn -Ísak Bergmann í viðtali Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Ísak Bergmann settist niður með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, í dag og ræddi við hann um Norrköping, sænska boltann, pabba sinn og margt, margt fleira. Þeir byrjuðu á því að ræða hvernig það hafi verið að flytja fimmtán ára til Norrköping frá Akranesi. „Það var mjög krefjandi en það hjálpaði til að ég flutti með Oliver [Stefánssyni] út og fjölskyldan hans flutti með. Að þau fluttu með var frábært fyrir mig, að geta aðlagast og komist inn í þetta með þeim þarna úti,“ sagði Ísak. Oliver, annar Skagamaður, gekk í raðir Norrköping á sama tíma. Þeir fóru beint í að æfa með aðalliði félagsins. „Að æfa með fimmtán ára með aðalliði er alveg geggjað. Að fá að æfa á hverjum degi í þessu umhverfi gerði mig betri á hverjum degi. Ég fann það. Ég varð betri með hverjum degi og það var frábært.“ Ísak hefur verið lykilmaður Norrköping á leiktíðinni og endaði sem einn stoðsendingahæsti leikmaður tímabilsins auk þess að vera tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn. Greip tækifærið þegar hann fékk það „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég vann mig inn í byrjunarliðið sem var markmiðið fyrir tímabilið og það tókst. Í fjórðu umferðinni meiddist einn, ég fór á kantinn og lagði upp tvö mörk. Það gekk mjög vel þegar ég fékk tækifærið. Ég var mjög þakklátur fyrir að fá tækifærið.“ „Þetta er vinna á hverjum einasta degi. Maður vaknar og hugsar hvernig maður verður betri. Ég fókusera á það; að verða betri íþróttamaður, fótboltamaður og manneskja. Það geri ég á hverjum degi.“ Hann upplifði drauminn; að spila A-landsleik í síðasta mánuði er hann kom inn á í tapi Íslands á Wembley. Hann segir það draumi líkast. „Það hefur verið draumur að spila fyrir A-landsliðið. Að fá það tækifæri á Wembley var ekki síðra. Þó að leikurinn hafi ekki farið vel þá er það draumur að spila fyrir landið mitt, Ísland.“ Ísak Bergmann, eins og áður segir, hefur verið mikið orðaður við mörg lið í Evrópuboltanum og mörg þeirra eru ansi stór. Hann pælir lítið í því hvað fjölmiðlar segja; hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Spáir lítið í fjölmiðlum „Hvað varðar fjölmiðla þá reyni ég að spá lítið í þeim. Það er gaman að sjá þegar það er eitthvað gott skrifað en ég reyni að fókusera sem minnst á það - því þegar það fer að ganga illa þá er ekki gott að spá í þeim. Maður þarf að halda jafnvægi; að spá ekki í þá, hvorki þegar það gengur vel né illa.“ „Það hefur verið draumur að vera atvinnumaður í fótbolta. Ég er búinn að vera í tvö ár úti og þetta hefur verið skemmtilegt. Vonandi verður það þannig áfram. Það er fyrst og fremst skemmtilegt að það sé verið að tala um mann en það sem ég fókusera á er að hugsa um það sem ég get stjórnað. Að æfa vel og vera með fjölskyldunni. Svo fer ég til Norrköping 6. janúar.“ Enska blaðið Daily Mirror, og Daily Mail tekur undir það, að Norrköping vilji í heildina fá yfir 10 milljónir punda fyrir Ísak, jafnvirði 1,8 milljarða króna. Ísak Bergmann veltir sér ekkert upp úr þessum peningum. „Nei, alls ekki. Ég spái eiginlega ekkert í því,“ en hann segir að það séu nokkur lykilatriði sem verða að vera hjá hans næsta liði - þó að hann sé lítið að spá í því sem gerist. Pabbi hjálpar til „Að þjálfarinn trúi á mann, gott umhverfi í kringum liðið en ég er fyrst og fremst núna að æfa vel hérna heima. Svo kemur hitt. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég fókusera á það sem ég get stjórnað sjálfur og maður á ekki að vera spá í þeim hlutum sem maður getur ekki stjórnað sjálfur. Þá missir maður hausinn og það er ekki gott.“ Hann var svo spurður út í það hvort að hann ætti eitthvað draumalið. Hann kom einnig inn á föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Jóhannes Karl spilaði lengi í atvinnumennsku, til að mynda með Burnley og Leicester. „Ég á ekkert draumalið en ég held með Man. United. Ég bjó þar þegar pabbi var að spila með Burnley og Leicester. Það var gaman að sjá hann spila á þessum stóru völlum og gaf mér drifkraft til að ná mínum markmiðum.“ „Hann hefur verið mín helsta fyrirmynd frá því að ég var lítil. Að sjá hann spila á þessum stóru völlum á Englandi gaf manni meiri kraft að ná í þessi markmið sem hann náði. Hann hefur hjálpað mér í gegnum allt,“ en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn -Ísak Bergmann í viðtali
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira