Klopp skaut aðeins á Manchester þegar hann tók við verðlaunum sínum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 08:31 Það var létt yfir þeim Jürgen Klopp og Jordan Henderson eftir stórsigur Liverpool á Crystal Palace um helgina. Getty/Marc Atkins Vikan varð enn betri fyrir Liverpool og knattspyrnustjóra liðsins í gærkvöldi þegar Liverpool var sigursælt á uppskeruhátíð íþróttaársins á breska ríkisútvarpinu. Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira