Enska úrvalsdeildin er ekki með neitt plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:01 Það er komið upp mikið óvissuástand í ensku úrvalsdeildinni eftir metfjölda smita að undanförnu. Getty/ Sebastian Frej Enska úrvalsdeildin er með enga varaáætlun í hendi fari svo að það þurfti að flauta mótið af áður en tekst að spila alla leikina. Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira