Lagerbäck tekur á sig launalækkun vegna COVID-19 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:00 Lars virðist nokkuð spakur varðandi komandi launalækkun. Trond Tandberg/Getty Images Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira