Leikmenn á Íslandi hafa áhyggjur | Ástandið ekki gott áður en þessi faraldur fór af stað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 22:00 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00
Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41