„Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 12:41 Kaupmenn reyna hvað þeir geta til að þjónusta viðskiptavini sína. Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira