Feðgar fluttu stuðningsmannasöng til Víðis, Þórólfs og Ölmu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2020 11:30 Fallegur flutning hjá þessum feðgum. Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira