„Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 09:00 Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur gefið út margar myndabækur, þar af tvær tileinkaðar hestum. Vísir/Hestalífið Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Hún er af Nös frá Urriðavatni og knapa hennar, tekin á Melgerðismelum snemma á níunda áratugnum. ,,Við erum að upplifa ótrúlegt augnablik, stórkostlegt náttúrutalent, frægasta og fljótasta hrossið á Íslandi. Sjáið teikninguna í myndinni. Birtan. Spenna en samt yfirvegun. Glampinn í hægra auga Nasar. Stæltur, ungur knapinn, með axlarsítt hárið, ber að ofan. Svona mynd verður aldrei tekin aftur,” sagði Ragnar Tómasson lögmaður, hestamaður og samstarfsmaður Sigurgeirs um myndina frægu. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Sigurgeir í þriðja þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Þar ræddu þau meðal annars um þessa merkilegu mynd. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vertu ber á hestinum „Við finnum knapa og Nös, þessa spretthörðu meri sem er svo æðisleg. Við fáum hana á keppnisbrautina sem er þarna fyrir ofan. Sama dag vorum við búin hreinsa út bíla og hjólhýsi þarna fyrir aftan. Ragnar var búinn að hlaupa eftir brautinni og við stilltum fókusinn inn nákvæmlega þar sem átti að smella af. Og svo kemur strákurinn. Hann heitir Jón Ólafsson frá Urriðavatni, held ég,“ segir Sigurgeir. Hann heldur að faðir knapans hafi átt hryssuna Nös. Og þegar hann skipti um bol fékk Sigurgeir hugmyndina að hafa knapann beran að ofan á hestbaki. „Þegar ég sé hvað hann er flottur segi ég: Vertu ber á hestinum. Hann skellir sér síðan á þennan sprett og myndin var tekin akkúrat á þessu augnabliki. Ég gat smellt þrisvar sinnum af. Þarna er enginn Auto focus og ég held að ég hafi ekki verið með mótor á vélinni. En svo kom þetta fína augnablik, en auðvitað hjálpar heppnin líka. Og myndin verður goðsagnakennd. Enginn myndi muna eftir þessum spretti nema út af myndinni.“ Myndin fræga af Nös.Sigurgeir Sigurjónsson Eins og amerískur indíáni Sigurgeir og Ragnar fóru í margar ferðir til þess að ná góðum hestamyndum. Myndin af Nös fékk þó misjafnar viðtökur til að byrja með, sumum fannst hún ekki endurspegla íslenskan hestaveruleika. „En hún hefur bara elst vel, menn eru að taka hana í sátt í dag. Menn voru á móti henni til að byrja með af því hún var svo af því hún var eins og Tonto, amerískur indíáni.“ Margar aðrar myndir Sigurgeirs lifa sem ómetanleg söguskoðun um horfna tíma, en hann hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka um Ísland og Íslendinga. Bækur hans eins og Yfirsýn, Lost in Iceland og Made in Iceland. Einnig urðu til tvær bækur sérstaklega tileinkaðar íslenska hestinum. „Þegar ég byrjaði á seinni bókinni sá ég strax eftir því af því þetta var svo mikil vinna, það þarf að fara erlendis og það þarf að fylgjast með mótum erlendis. En þetta skilur eftir sig og þetta er heimild.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Ljósmyndun Tengdar fréttir Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Hún er af Nös frá Urriðavatni og knapa hennar, tekin á Melgerðismelum snemma á níunda áratugnum. ,,Við erum að upplifa ótrúlegt augnablik, stórkostlegt náttúrutalent, frægasta og fljótasta hrossið á Íslandi. Sjáið teikninguna í myndinni. Birtan. Spenna en samt yfirvegun. Glampinn í hægra auga Nasar. Stæltur, ungur knapinn, með axlarsítt hárið, ber að ofan. Svona mynd verður aldrei tekin aftur,” sagði Ragnar Tómasson lögmaður, hestamaður og samstarfsmaður Sigurgeirs um myndina frægu. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Sigurgeir í þriðja þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Þar ræddu þau meðal annars um þessa merkilegu mynd. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vertu ber á hestinum „Við finnum knapa og Nös, þessa spretthörðu meri sem er svo æðisleg. Við fáum hana á keppnisbrautina sem er þarna fyrir ofan. Sama dag vorum við búin hreinsa út bíla og hjólhýsi þarna fyrir aftan. Ragnar var búinn að hlaupa eftir brautinni og við stilltum fókusinn inn nákvæmlega þar sem átti að smella af. Og svo kemur strákurinn. Hann heitir Jón Ólafsson frá Urriðavatni, held ég,“ segir Sigurgeir. Hann heldur að faðir knapans hafi átt hryssuna Nös. Og þegar hann skipti um bol fékk Sigurgeir hugmyndina að hafa knapann beran að ofan á hestbaki. „Þegar ég sé hvað hann er flottur segi ég: Vertu ber á hestinum. Hann skellir sér síðan á þennan sprett og myndin var tekin akkúrat á þessu augnabliki. Ég gat smellt þrisvar sinnum af. Þarna er enginn Auto focus og ég held að ég hafi ekki verið með mótor á vélinni. En svo kom þetta fína augnablik, en auðvitað hjálpar heppnin líka. Og myndin verður goðsagnakennd. Enginn myndi muna eftir þessum spretti nema út af myndinni.“ Myndin fræga af Nös.Sigurgeir Sigurjónsson Eins og amerískur indíáni Sigurgeir og Ragnar fóru í margar ferðir til þess að ná góðum hestamyndum. Myndin af Nös fékk þó misjafnar viðtökur til að byrja með, sumum fannst hún ekki endurspegla íslenskan hestaveruleika. „En hún hefur bara elst vel, menn eru að taka hana í sátt í dag. Menn voru á móti henni til að byrja með af því hún var svo af því hún var eins og Tonto, amerískur indíáni.“ Margar aðrar myndir Sigurgeirs lifa sem ómetanleg söguskoðun um horfna tíma, en hann hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka um Ísland og Íslendinga. Bækur hans eins og Yfirsýn, Lost in Iceland og Made in Iceland. Einnig urðu til tvær bækur sérstaklega tileinkaðar íslenska hestinum. „Þegar ég byrjaði á seinni bókinni sá ég strax eftir því af því þetta var svo mikil vinna, það þarf að fara erlendis og það þarf að fylgjast með mótum erlendis. En þetta skilur eftir sig og þetta er heimild.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Ljósmyndun Tengdar fréttir Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00