Guðjón: Rúnar sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt Anton Ingi Leifsson skrifar 1. apríl 2020 10:30 Guðjón Þórðarson hrósaði Rúnari Kristinssyni mikið í þætti gærkvöldsins. vísir/anton/samsett Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira