Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 13:30 Alfreð Finnbogason hefur þurft að bíða síðan í mars líkt og flestir fótboltamenn heimsins en er vongóður um að þýska deildin fari fyrst af stað aftur af stóru deildum Evrópu. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41
Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30