Brexit að skapa vandræði fyrir Stóra Sam í björgunaraðgerðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 10:01 Sam Allardyce gæti líklega ekki verið í meira krefjandi verkefni en að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Getty/Adam Fradgley Bretland er ekki lengur í Evrópusambandinu og frjálst flæði leikmanna frá Evrópu tilheyrir nú fortíðinni. Þetta munu liðin í ensku úrvalsdeildinni finna fyrir strax í janúar 2021. Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir. Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir.
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira