„Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu ári. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fullyrt á dögunum að Ísak væri á förum frá Norrköping. Ísak hefur áður verið sagður á ratsjánni hjá stórliðum á borð við Real Madrid, Juventus og Manhcester United, eftir frábæra frammistöðu á sinni fyrstu leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni. Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi Dr. Football kvaðst hins vegar reikna með því að Ísak færi ekki í eitthvert stórlið að þessu sinni, heldur tæki minna skref. Hann hefði hins vegar spilað sinn síðasta leik fyrir Norrköping. Fótbolti.net birti í gær frétt byggða á ummælum Hjörvars. „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les,“ sagði Ísak þegar sænski miðillinn Aftonbladet spurði hann í dag hvort hann væri á förum frá Norrköping í janúar. „Þetta er ekki rétt. Ég er leikmaður IFK Norrköping og mun gera allt fyrir félagið. Ég ræð því hins vegar ekki hvað er sagt í fjölmiðlum, en ég get einbeitt mér að því að gera mitt besta á æfingum og koma til baka til Norrköping eins góður og mögulegt er,“ sagði Ísak sem fagnaði nýja árinu heima á Íslandi. Ísak er nú kominn með nýjan þjálfara en Jens Gustafsson, sem gaf Ísaki gott tækifæri til að láta ljós sitt skína, er hættur hjá Norrköping og Rikard Norling tekinn við. „Ég er svo þakklátur honum [Gustafsson] fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. En nú er kominn nýr þjálfari hjá Norrköping og það verður spennandi. Ég hlakka til að hitta hann og sjá hvernig þetta verður,“ sagði Ísak. Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Verði Ísak áfram hjá Norrköping fær hann nýjan þjálfara Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Jens Gustafsson sem stýrt hefur liðinu undanfarin fimm ár. 20. desember 2020 12:30 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu fyrir átta árum Ísak Bergmann Jóhannesson tók mörg risaskref á árinu 2020 en það er ekki langt síðan að þessi stórefnilegi knattspyrnumaður var að gera góða hluti á 6.flokksmóti á Íslandi. 18. desember 2020 15:51 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fullyrt á dögunum að Ísak væri á förum frá Norrköping. Ísak hefur áður verið sagður á ratsjánni hjá stórliðum á borð við Real Madrid, Juventus og Manhcester United, eftir frábæra frammistöðu á sinni fyrstu leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni. Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi Dr. Football kvaðst hins vegar reikna með því að Ísak færi ekki í eitthvert stórlið að þessu sinni, heldur tæki minna skref. Hann hefði hins vegar spilað sinn síðasta leik fyrir Norrköping. Fótbolti.net birti í gær frétt byggða á ummælum Hjörvars. „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les,“ sagði Ísak þegar sænski miðillinn Aftonbladet spurði hann í dag hvort hann væri á förum frá Norrköping í janúar. „Þetta er ekki rétt. Ég er leikmaður IFK Norrköping og mun gera allt fyrir félagið. Ég ræð því hins vegar ekki hvað er sagt í fjölmiðlum, en ég get einbeitt mér að því að gera mitt besta á æfingum og koma til baka til Norrköping eins góður og mögulegt er,“ sagði Ísak sem fagnaði nýja árinu heima á Íslandi. Ísak er nú kominn með nýjan þjálfara en Jens Gustafsson, sem gaf Ísaki gott tækifæri til að láta ljós sitt skína, er hættur hjá Norrköping og Rikard Norling tekinn við. „Ég er svo þakklátur honum [Gustafsson] fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. En nú er kominn nýr þjálfari hjá Norrköping og það verður spennandi. Ég hlakka til að hitta hann og sjá hvernig þetta verður,“ sagði Ísak.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Verði Ísak áfram hjá Norrköping fær hann nýjan þjálfara Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Jens Gustafsson sem stýrt hefur liðinu undanfarin fimm ár. 20. desember 2020 12:30 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu fyrir átta árum Ísak Bergmann Jóhannesson tók mörg risaskref á árinu 2020 en það er ekki langt síðan að þessi stórefnilegi knattspyrnumaður var að gera góða hluti á 6.flokksmóti á Íslandi. 18. desember 2020 15:51 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Verði Ísak áfram hjá Norrköping fær hann nýjan þjálfara Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Jens Gustafsson sem stýrt hefur liðinu undanfarin fimm ár. 20. desember 2020 12:30
Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01
Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu fyrir átta árum Ísak Bergmann Jóhannesson tók mörg risaskref á árinu 2020 en það er ekki langt síðan að þessi stórefnilegi knattspyrnumaður var að gera góða hluti á 6.flokksmóti á Íslandi. 18. desember 2020 15:51