Meira en fjórir klukkutímar af fótbolta síðan að Liverpool skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 09:30 Það hefur ekkert gengið upp hjá Mohamed Salah í síðustu leikjum. AP/Michael Steele Mikil umræða hefur verið um skort á varnarmönnum hjá Liverpool liðinu á þessu tímabili en það eru sóknarmennirnir sem eru að skjóta púðurskotum. Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti