Segir að Klopp hafi breyst úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 12:31 Jürgen Klopp hefur haft yfir mörgu að kvarta undanfarnar vikur og á sama tíma er liðið hans ekki líkt sjálfu sér inn á vellinum. EPA-EFE/Peter Powell Það hefur verið mikið basl á Englandsmeisturum Liverpool að undanförnu og þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp þykir orðið kvarta heldur mikið að mati margra sem fylgjast með enska boltanum. Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira