Segir að Klopp hafi breyst úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 12:31 Jürgen Klopp hefur haft yfir mörgu að kvarta undanfarnar vikur og á sama tíma er liðið hans ekki líkt sjálfu sér inn á vellinum. EPA-EFE/Peter Powell Það hefur verið mikið basl á Englandsmeisturum Liverpool að undanförnu og þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp þykir orðið kvarta heldur mikið að mati margra sem fylgjast með enska boltanum. Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum. Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum.
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira