Halda undanúrslitaófarir United áfram? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 12:00 Harry Maguire nánast með Raheem Sterling í fanginu í leik Manchester-liðanna, United og City 12. desember síðastliðinn. Liðin mætast í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. getty/Matt McNulty Tekst Manchester United að komast í fyrsta úrslitaleikinn undir stjórn Ole Gunnars Solskjær eða kemst Manchester City í fjórða úrslitaleikinn í enska deildabikarnum í röð? Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira