„Mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2021 13:32 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna á síðasta ári. Vísri/getty „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarfólk og því er þetta bæði í blóðinu og ég uppalin við mikla tónlist. Ég man ekki hvenær það byrjaði en það hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar. Þegar mamma var ólétt sagðist hún vita að ég myndi heita Hildur og að ég yrði sellóleikari,“ segir Hildur Guðnadóttir. Síðustu ár hafa verið hreint lygileg í hennar lífi. Hildur Guðnadóttir er okkar fyrsti Óskarsverðlaunahafi auk þess sem hún hefur unnið BAFTA-verðlaunin, Golden Globe, Grammy og fjölmörg önnur verðlaun fyrir tónsmíði. Hildur sem býr í dag í Berlín fór yfir stöðu mála í viðtali við bæjarblaðið Hafnfirðing en í blaðinu kemur í ljós að hún var valinn Hafnfirðingur ársins 2020. „Þegar ég er búinn að búa í stórborg eins og Berlín þá finn ég hvað það er mikill munur á frelsinu sem börn hafa á Íslandi. Kári minn er 8 ára og ég sendi hann ekkert einan á róló. Krakkar í dag eru líka með svo mikið áreiti og prógramm að þau upplifa síður svona frelsi og ró. Það er þó dásamlegt að búa hér í Berlín en á allt annan hátt og margt fólk sem ég vinn með býr hér og það er stutt að fara á milli staða og ódýrt að búa hérna. Þegar ég var að byrja í tónlist og hafði ekki mikið á milli handanna og þá skipti máli að hafa efni á leigu og nauðsynjum. Borgin hefur þó aðeins breyst á nokkrum árum,“ segir Hildur. Þegar Hildur vann Óskarinn hvatti hún konur til að láta rödd sína heyrast og leyfa tónlistinni innra með þeim að blómstra og hafa trú á sér. Hamingjan í fyrsta sæti „Það er lang mikilvægast að standa þéttingsfast með því sem maður trúir á, hefur áhuga á og kveikir í manni. Og láta ekki staðalímyndir eða hugmyndir annarra hafa of mikil áhrif á það sem maður trúir á að geta gert af heilindum. Það er svo mikilvægt að fylgja áhugasviði sínu því það gerir það meira gefandi. Til þess að njóta þess þarf maður að hafa áhugann. Og því meira getur maður gert á sínu sviði,“ segir Hildur. Hildur segir að hamingjan skipti hana miklu máli. „Það er mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf og líka vel við sjálfan sig. Reyna að hafa það að leiðarljósi að hafa gaman af því sem maður fæst við hverju sinni. Líka heima hjá sér. Eyða ekki of miklum tíma í það sem er leiðinlegt. Það hljómar mjög einfalt en það er það oft ekki. Það eru kannski glansmyndir af einhverjum verðlaunum og athöfnum sem líta út fyrir að vera aðal málið en það er samt mikilvægast að geta notið hversdagsins. Að einmitt hann sé fallegur, góður og gefandi.“ Óskarinn Tónlist Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Síðustu ár hafa verið hreint lygileg í hennar lífi. Hildur Guðnadóttir er okkar fyrsti Óskarsverðlaunahafi auk þess sem hún hefur unnið BAFTA-verðlaunin, Golden Globe, Grammy og fjölmörg önnur verðlaun fyrir tónsmíði. Hildur sem býr í dag í Berlín fór yfir stöðu mála í viðtali við bæjarblaðið Hafnfirðing en í blaðinu kemur í ljós að hún var valinn Hafnfirðingur ársins 2020. „Þegar ég er búinn að búa í stórborg eins og Berlín þá finn ég hvað það er mikill munur á frelsinu sem börn hafa á Íslandi. Kári minn er 8 ára og ég sendi hann ekkert einan á róló. Krakkar í dag eru líka með svo mikið áreiti og prógramm að þau upplifa síður svona frelsi og ró. Það er þó dásamlegt að búa hér í Berlín en á allt annan hátt og margt fólk sem ég vinn með býr hér og það er stutt að fara á milli staða og ódýrt að búa hérna. Þegar ég var að byrja í tónlist og hafði ekki mikið á milli handanna og þá skipti máli að hafa efni á leigu og nauðsynjum. Borgin hefur þó aðeins breyst á nokkrum árum,“ segir Hildur. Þegar Hildur vann Óskarinn hvatti hún konur til að láta rödd sína heyrast og leyfa tónlistinni innra með þeim að blómstra og hafa trú á sér. Hamingjan í fyrsta sæti „Það er lang mikilvægast að standa þéttingsfast með því sem maður trúir á, hefur áhuga á og kveikir í manni. Og láta ekki staðalímyndir eða hugmyndir annarra hafa of mikil áhrif á það sem maður trúir á að geta gert af heilindum. Það er svo mikilvægt að fylgja áhugasviði sínu því það gerir það meira gefandi. Til þess að njóta þess þarf maður að hafa áhugann. Og því meira getur maður gert á sínu sviði,“ segir Hildur. Hildur segir að hamingjan skipti hana miklu máli. „Það er mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf og líka vel við sjálfan sig. Reyna að hafa það að leiðarljósi að hafa gaman af því sem maður fæst við hverju sinni. Líka heima hjá sér. Eyða ekki of miklum tíma í það sem er leiðinlegt. Það hljómar mjög einfalt en það er það oft ekki. Það eru kannski glansmyndir af einhverjum verðlaunum og athöfnum sem líta út fyrir að vera aðal málið en það er samt mikilvægast að geta notið hversdagsins. Að einmitt hann sé fallegur, góður og gefandi.“
Óskarinn Tónlist Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira