Sakar Jürgen Klopp um hræsni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 09:31 Jürgen Klopp er ekki sáttur með dómgæsluna í leikjum Liverpool að undanförnu. Getty/Owen Humphreys Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér. Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér.
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira