Byssu miðað að enni Rutar Kára í Róm Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 12:31 Rut Kára hafði margar sögur að segja. Rut Kára er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins. Hún lærði fagið á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira