Sjáðu mörkin úr nær fullkomnum leik Inter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 15:32 Nicolo Barella og Romelu Lukaku eftir að sá fyrrnefndi kom Inter í 2-0 gegn Juventus. getty/Mattia Ozbot Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, sagði að sínir menn hefðu nánast leikið hinn fullkomna leik þegar þeir sigruðu Juventus, 2-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira
Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira