Gróf brot á íslensku strákunum rædd í danska sjónvarpinu: „Vandræðalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 09:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson var einn íslensku strákanna sem fékk að finna fyrir ruddaskap leikmanna Marokkó liðsins í gær. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Íslensku landsliðsstrákarnir gátu þakkað fyrir að sleppa að óslasaðir út úr leiknum á móti Marokkó á HM í gær. Grófur leikur mótherja íslenska liðsins fór ekki framhjá handboltasérfræðingum hjá TV 2. Íslensku strákarnir fögnuðu átta marka sigri og tveimur stigum með í farteskinu í milliriðil en fólskuleg brot settu ljótan svip á leikinn. Marokkómenn fengu þrjú rauð spjöld í leiknum og voru sendir upp í stúku þrátt fyrir að halda fram sakleysi. Dómararnir fóru að skoða myndir af brotunum og voru ekki í neinum vafa. Ljótasta brotið var líklega það síðasta á Viggó Kristjánssyni en fyrir að fékk Hicham Hakimi ekki aðeins rautt spjald heldur einnig það bláa. Hans bíður því leikbann í Forsetabikarnum. En aften ved mikrofonen. Mig: "Hvad i alverden har I gang i, Marokko? @BentNyegaard: Det er simpelthen så pinligt". Tre spillere smidt ud med direkte røde og blå kort. Samlet nåede Marokko op på i alt 6 stk. i tre VM kampe, voldsomt. https://t.co/FYYsgmcuq2 #hndbld #Egypt2021— Thomas Kristensen (@ThomasKTV2) January 18, 2021 Hicham Hakimi keyrði þá í Viggó í loftinu þannig að íslenski landsliðsmaðurinn skall í jörðinni. „Hvað í fjandanum eru þið að gera Marokkó? Þetta var gjörsamlega glórulaus tækling,“ sagði Thomas Kristensen hjá TV2 og Bent Nyegaard tók undir þetta. „Þetta er einfaldlega vandræðalegt. Þeir líta framhjá því að þetta eru manneskjur sem eru að spila,“ sagði Bent Nyegaard og Thomas Kristensen tók orðið af honum. „Þetta er svínslegt og þriðja rauða spjaldið þeirra. Þetta á ekkert skylt við handbolta,“ sagði Kristensen. Þetta var annar leikurinn á heimsmeistaramótinu sem leikmenn Marokkó fá þrjú rauð spjöld en þrír þeirra voru einnig reknir útaf í fyrsta leik liðsins á móti Alsír. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Íslensku strákarnir fögnuðu átta marka sigri og tveimur stigum með í farteskinu í milliriðil en fólskuleg brot settu ljótan svip á leikinn. Marokkómenn fengu þrjú rauð spjöld í leiknum og voru sendir upp í stúku þrátt fyrir að halda fram sakleysi. Dómararnir fóru að skoða myndir af brotunum og voru ekki í neinum vafa. Ljótasta brotið var líklega það síðasta á Viggó Kristjánssyni en fyrir að fékk Hicham Hakimi ekki aðeins rautt spjald heldur einnig það bláa. Hans bíður því leikbann í Forsetabikarnum. En aften ved mikrofonen. Mig: "Hvad i alverden har I gang i, Marokko? @BentNyegaard: Det er simpelthen så pinligt". Tre spillere smidt ud med direkte røde og blå kort. Samlet nåede Marokko op på i alt 6 stk. i tre VM kampe, voldsomt. https://t.co/FYYsgmcuq2 #hndbld #Egypt2021— Thomas Kristensen (@ThomasKTV2) January 18, 2021 Hicham Hakimi keyrði þá í Viggó í loftinu þannig að íslenski landsliðsmaðurinn skall í jörðinni. „Hvað í fjandanum eru þið að gera Marokkó? Þetta var gjörsamlega glórulaus tækling,“ sagði Thomas Kristensen hjá TV2 og Bent Nyegaard tók undir þetta. „Þetta er einfaldlega vandræðalegt. Þeir líta framhjá því að þetta eru manneskjur sem eru að spila,“ sagði Bent Nyegaard og Thomas Kristensen tók orðið af honum. „Þetta er svínslegt og þriðja rauða spjaldið þeirra. Þetta á ekkert skylt við handbolta,“ sagði Kristensen. Þetta var annar leikurinn á heimsmeistaramótinu sem leikmenn Marokkó fá þrjú rauð spjöld en þrír þeirra voru einnig reknir útaf í fyrsta leik liðsins á móti Alsír.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira