Vítaklúður Alfreðs hjálpaði Neuer að jafna met Kahn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2021 23:02 Vítaspyrna Alfreðs fór forgörðum um helgina og Neuer hélt hreinu í 196. deildarleik sínum á ferlinum. Getty/Sven Hoppe Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, jafnaði um helgina met Oliver Kahn yfir fjölda leikja án þess að fá á sig mark. Getur hann þakkað Alfreð Finnbogasyni fyrir að þurfa ekki að bíða lengur. Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn