Hlutirnir hafa algjörlega snúist við hjá United og Liverpool á 80 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 11:31 Bruno Fernandes með boltann í leik Manchester United og Liverpool á dögunum en Liverpool mennirnir Georginio Wijnaldum og Sadio Mane eru til varnar. Getty/ Michael Regan Phileas Fogg ætlaði að fara í kringum jörðina á 80 dögum í heimsfrægri sögu Jules Verne en einmitt á þeim tíma hefur staða erkifjendanna Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni snúist alveg við. Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti