Gekk inn á æfingu og sá Jón Pál deyja: „Maður er ekki skotheldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Magnús Ver varð fjórum sinnum sterkasti maður heims. @snæbjörn Magnús Ver Magnússon er fjórfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Magnús er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira