Erkifjendurnir mætast í annað sinn á viku og bjóða vonandi upp á betri leik en síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2021 09:01 Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, reynir skot að marki Liverpool í leik liðanna fyrir viku. Fabinho er til varnar. getty/Paul Greenwood Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast í annað sinn á viku þegar þeir eigast við í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira