Snorri heillaði dómnefndina upp úr skónum í kólumbíska X-Factor Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Snorri kom til Kólumbíu fyrir fjórum árum. Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson tekur þátt í kólumbíska X-Factor og virðist ætla standa sig vel til að byrja með eins og sést í myndbandi á YouTube en þættirnir byrjuðu seint á síðasta ári. Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum. Tónlist Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum.
Tónlist Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira