Lukaku og Zlatan hnakkrifust og móðguðu fjölskyldumeðlimi hvor annars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 10:00 Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic var heitt í hamsi í leik Mílanó-liðanna, Inter og AC Milan, á San Siro í gær. getty/Nicolò Campo Samherjunum fyrrverandi, Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic, sinnaðist þegar Inter og AC Milan áttust við í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær. Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira