Ofbeldi á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson skrifar 2. febrúar 2021 08:00 „Á Alþingi er ofbeldi. Það er ofbeldisfullur vinnustaður“. Þetta eru orð sem núverandi þingmaður lét falla í kynningu fyrir mögulega frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Þegar slík orð falla koma óneitanlega upp í hugann fréttir af slagsmálum í þingsölum erlendis og hin skelfilega árás inn í þinghús Bandaríkjanna fyrir nokkrum vikum. En ofbeldi er ekki bara líkamlegt heldur á það sér ýmsar birtingarmyndir sem oft geta verið alvarlegri en hnefahögg eða barsmíðar. Ég ólst upp á pólitísku heimili. Afar mínir tveir voru þingmenn, hvor af sínum enda hins pólitíska litrófs. Annar var stofnandi Kommúnistaflokks Íslands og hinn gallharður Sjálfstæðismaður. Fyrir utan hið upphaflega sjokk þegar móðir mín kynnti nýja kærastann fyrir foreldrum sínum, atvik sem minnti að vissu leyti á hina margfrægu kvikmynd Stanley Kramers, „Guess Who is Coming for Dinner“ frá 1967, þá upplifði ég aldrei neina andúð milli hægri og vinstri arms fjölskyldunnar. Þvert á móti ræddu afar mínir alltaf kurteisislega og málefnalega um stjórnmál líðandi stundar og báru mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Þessi lífsreynsla mín endurspeglar að miklu leyti þá stjórnmálamenningu sem tíðkaðist á síðustu öld. Með fáum undantekningum, gátu andstæðingar í stjórnmálum náð saman og fundið hinn gullna meðalveg sem mikilvægt var að þræða til þess að bæta hag fólksins í landinu. Eitt besta dæmið um þetta var hin svokallaða Nýsköpunarstjórn sem Einar afi minn tók einmitt þátt í að stofna með Ólafi Thors árið 1944. Í frægri ræðu sem hann hélt 11. september 1944 sagði hann „En ef við hins vegar förum nú að berjast af öllum mætti innbyrðis… þá verður lítið sem ekkert af þessu framkvæmt nú á næstunni, þá kaupum við matinn handa okkur erlendis frá fyrir innistæðurnar, á meðan við rífumst hér heima… og glæsilegasta tækifæri sem Ísland hefur haft til að verða atvinnulega sjálfstætt og velmegandi þjóðfélag væri glatað.“ Því miður hafa stjórnmál undanfarinna áratuga þvert á móti einkennst af sívaxandi hatursræðu og skautun. Stjórnmálamenn ala í auknum mæli á hatri og hræðslu við breytingar og þróun, og jafnvel öflugustu talsmenn kapítalismans eru fastir í viðjum fortíðarinnar og telja að orðið nýsköpun sé einungis nýyrði fyrir einkavinavæðingu. Síðustu ríkisstjórnir og meirihlutinn á bak við þær á Alþingi leita æ sjaldnar eftir breiðri samstöðu um mikilvæg mál. Þetta sést einna best í því hversu seint stjórnarfrumvörp eru gjarnan lögð fram á hverju þingi. Það er oft ekki fyrr en á síðustu vikum þingsins að stór og mikilvæg frumvörp eru kunngjörð og þingmönnum minnihlutans er þannig gefinn stuttur tími til þess að setja sig inn í málin. Einstaka þingforsetar hafa jafnvel stundað það að gefa út dagskrá þingsins með sem stystum fyrirvara svo að þingmenn í minnihluta eigi erfiðara með að skipuleggja og undirbúa sig. Það er í nefndum þingsins sem leitast á við að skapa breiðari samstöðu um þingmál, en því miður eru þær ekki alltaf skipaðar fólki sem er tilbúið að hlusta á rök annara og leita sátta. Sumir þingmenn, þvert á móti virðast fá hvað mest út úr því að geta sýnt fram á styrk sinn og vald með því að neita að hlusta og ræða mál af sanngirni. Enn aðrir nota þennan styrk og völd til þess að kalla andstæðinga ljótum nöfnum og skemma fyrir nefndarstörfum. Allt er þetta andlegt pólitískt ofbeldi sem ekki á heima á elsta þjóðþingi heims. Ef við látum það óáreitt og breytum ekki til hins betra mun ástandið einungis verða verra og leiða til enn skelfilegri atburða en þeirra sem við höfum upplifað á síðustu vikum í formi skotárása á skrifstofur flokka og heimili stjórnmálamanna. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa og okkar sem sækjumst eftir að taka þátt í lýðræðinu með þátttöku í stjórnmálum að segja „hingað og ekki lengra!“ Við þurfum nýtt hugarfar í íslensk stjórnmál. Við þurfum stjórnmálamenn sem trúa á samvinnu og vel upplýstar ákvarðanir. Við þurfum aukið samstarf milli flokka, óháð því hverjir eru í ríkisstjórn. Við þurfum aukna virðingu fyrir hvort öðru og ólíkum skoðunum. Við þurfum að geta rætt málin af sanngirni og sannfæringu án þess að láta hatrið sigra. Við þurfum ofbeldislaust Alþingi! Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Á Alþingi er ofbeldi. Það er ofbeldisfullur vinnustaður“. Þetta eru orð sem núverandi þingmaður lét falla í kynningu fyrir mögulega frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Þegar slík orð falla koma óneitanlega upp í hugann fréttir af slagsmálum í þingsölum erlendis og hin skelfilega árás inn í þinghús Bandaríkjanna fyrir nokkrum vikum. En ofbeldi er ekki bara líkamlegt heldur á það sér ýmsar birtingarmyndir sem oft geta verið alvarlegri en hnefahögg eða barsmíðar. Ég ólst upp á pólitísku heimili. Afar mínir tveir voru þingmenn, hvor af sínum enda hins pólitíska litrófs. Annar var stofnandi Kommúnistaflokks Íslands og hinn gallharður Sjálfstæðismaður. Fyrir utan hið upphaflega sjokk þegar móðir mín kynnti nýja kærastann fyrir foreldrum sínum, atvik sem minnti að vissu leyti á hina margfrægu kvikmynd Stanley Kramers, „Guess Who is Coming for Dinner“ frá 1967, þá upplifði ég aldrei neina andúð milli hægri og vinstri arms fjölskyldunnar. Þvert á móti ræddu afar mínir alltaf kurteisislega og málefnalega um stjórnmál líðandi stundar og báru mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Þessi lífsreynsla mín endurspeglar að miklu leyti þá stjórnmálamenningu sem tíðkaðist á síðustu öld. Með fáum undantekningum, gátu andstæðingar í stjórnmálum náð saman og fundið hinn gullna meðalveg sem mikilvægt var að þræða til þess að bæta hag fólksins í landinu. Eitt besta dæmið um þetta var hin svokallaða Nýsköpunarstjórn sem Einar afi minn tók einmitt þátt í að stofna með Ólafi Thors árið 1944. Í frægri ræðu sem hann hélt 11. september 1944 sagði hann „En ef við hins vegar förum nú að berjast af öllum mætti innbyrðis… þá verður lítið sem ekkert af þessu framkvæmt nú á næstunni, þá kaupum við matinn handa okkur erlendis frá fyrir innistæðurnar, á meðan við rífumst hér heima… og glæsilegasta tækifæri sem Ísland hefur haft til að verða atvinnulega sjálfstætt og velmegandi þjóðfélag væri glatað.“ Því miður hafa stjórnmál undanfarinna áratuga þvert á móti einkennst af sívaxandi hatursræðu og skautun. Stjórnmálamenn ala í auknum mæli á hatri og hræðslu við breytingar og þróun, og jafnvel öflugustu talsmenn kapítalismans eru fastir í viðjum fortíðarinnar og telja að orðið nýsköpun sé einungis nýyrði fyrir einkavinavæðingu. Síðustu ríkisstjórnir og meirihlutinn á bak við þær á Alþingi leita æ sjaldnar eftir breiðri samstöðu um mikilvæg mál. Þetta sést einna best í því hversu seint stjórnarfrumvörp eru gjarnan lögð fram á hverju þingi. Það er oft ekki fyrr en á síðustu vikum þingsins að stór og mikilvæg frumvörp eru kunngjörð og þingmönnum minnihlutans er þannig gefinn stuttur tími til þess að setja sig inn í málin. Einstaka þingforsetar hafa jafnvel stundað það að gefa út dagskrá þingsins með sem stystum fyrirvara svo að þingmenn í minnihluta eigi erfiðara með að skipuleggja og undirbúa sig. Það er í nefndum þingsins sem leitast á við að skapa breiðari samstöðu um þingmál, en því miður eru þær ekki alltaf skipaðar fólki sem er tilbúið að hlusta á rök annara og leita sátta. Sumir þingmenn, þvert á móti virðast fá hvað mest út úr því að geta sýnt fram á styrk sinn og vald með því að neita að hlusta og ræða mál af sanngirni. Enn aðrir nota þennan styrk og völd til þess að kalla andstæðinga ljótum nöfnum og skemma fyrir nefndarstörfum. Allt er þetta andlegt pólitískt ofbeldi sem ekki á heima á elsta þjóðþingi heims. Ef við látum það óáreitt og breytum ekki til hins betra mun ástandið einungis verða verra og leiða til enn skelfilegri atburða en þeirra sem við höfum upplifað á síðustu vikum í formi skotárása á skrifstofur flokka og heimili stjórnmálamanna. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa og okkar sem sækjumst eftir að taka þátt í lýðræðinu með þátttöku í stjórnmálum að segja „hingað og ekki lengra!“ Við þurfum nýtt hugarfar í íslensk stjórnmál. Við þurfum stjórnmálamenn sem trúa á samvinnu og vel upplýstar ákvarðanir. Við þurfum aukið samstarf milli flokka, óháð því hverjir eru í ríkisstjórn. Við þurfum aukna virðingu fyrir hvort öðru og ólíkum skoðunum. Við þurfum að geta rætt málin af sanngirni og sannfæringu án þess að láta hatrið sigra. Við þurfum ofbeldislaust Alþingi! Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar