Sá besti í heimi er hættur í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 08:01 Mathew Fraser og Katrín Tanja Davíðsdóttir með Ben Bergeron eftir að þau unnu heimsmeistaratitilinn 2016. Fraser var þá að vinna í fyrsta sinn en hann hefur ekki misst af gullinu síðan. Instagram/@katrintanja Það er laust pláss á toppi CrossFit fjallsins í karlaflokki eftir að heimsmeistarinn Mathew Fraser tilkynnti að hann sé hættur í CrossFit. Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira