Nokkur orð um atlöguna að Samherja Kristinn Sigurjónsson skrifar 9. febrúar 2021 09:30 Samherji er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum Evrópu og á og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Erlendis nýtur fyrirtækið mikillar virðingar. Ekki síst vegna afurða í hæsta gæðaflokki og vegna tækninýjunga og brautryðjendastarfs á sviði veiða og vinnslu. Heima á Íslandi hefur fyrirtækið hins vegar um langt skeið þurft að þola árásir á opinberum vettvangi. Þar fara fremstir í flokki nokkrir blaðamenn Stundarinnar og Ríkisútvarpsins. Ég þekki stjórnendur og eigendur Samherja ekkert en mér ofbýður sú umræða sem hefur verið um félagið í fjölmiðlum og þær nær linnulausu árásir sem það hefur þurft að þola. Ég finn mig því knúinn til að fjalla um þetta fyrirtæki í nokkrum orðum sem áhugamaður um íslenskan sjávarútveg og áframhaldandi velgengni þessa grunnatvinnuvegar þjóðarbúsins. Kerfi sem olli straumhvörfum Það er ekki gott að segja hvort þessar árásir á Samherja eigi sér pólitískar rætur. Hvort þær séu sprottnar úr umræðu á meðal þeirra sem vilja ráðast í kerfisbreytingar á íslenskum sjávarútvegi eða innheimta hærri veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Kannski telja einhverjir að ítrekuð högg á eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins auðveldi slíkum hugmyndum að njóta brautargengis í opinberri umræðu. Það sem er merkilegt við umræðu um fiskveiðistjórnun á Íslandi að núverandi kerfi sætir ítrekað gagnrýni án þess að settar séu fram raunhæfar tillögur að breytingum. Oft er þessi gagnrýni sett fram til að ala á öfund í garð eigenda útgerðarfyrirtækjanna. Breytingar breytinganna vegna kunna hins vegar ekki góðri lukku að stýra og skynsamir kjósendur hljóta að sjá í gegnum málflutning sem er reistur á jafn veikum grunni og oft innantómu lýðskrumi. Kvótakerfið byggir á því að úthlutað er heildarkvótum einstökum fisktegundum á skip útgerðaraðila til langs tíma, til dæmis 0,1% af leyfilegum heildarafla í þorski. Síðan er úthlutað til eins árs í senn aflamarki, til dæmis 100 tonnum af þorski. Útgerðarfyrirtæki veiða kvótann, sem handhafar aflaheimildanna, eða framselja hann til annarra útgerðarfyrirtækja innan ársins, með svokallaðri kvótaleigu eða selja hann varanlega. Það er Fiskistofa sem úthlutar kvótanum til skipa og er kvótinn afmarkaður sem ákveðið hlutfall af heildarafla í viðkomandi fisktegund sem skipið má veiða. Þannig eykst aflahlutdeild skipsins ef heildaraflamarkið er aukið en dregst saman með sama hætti ef heildaraflamarkið minnkar. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu að innleiðing kvótakerfisins hafi verið heillaspor fyrir sjávarútveginn sem atvinnugrein enda voru rekstrarhorfur í greininni slæmar og mörg fyrirtæki stóðu illa áður en kerfinu var komið á með lögum í lok árs 1983. Kerfið fól í sér meiriháttar breytingar fyrir atvinnugreinina enda var heildarmagn einstakra fisktegunda takmarkað eftir innleiðingu kerfisins sem og einnig hverjir gátu stundað veiðar. Í dag þykir stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi vera með því fullkomnasta sem þekkist í heiminum. Þess vegna sætir nokkurri furðu af hverju fleiri Íslendingar eru ekki stoltir af þeim árangri sem náðst hefur í þessari atvinnugrein hér á landi. Samherji hóf rekstur á tímum ólgu og óvissu Áður en aflmarkaskerfi með framsalsrétti var komið á gekk sjávarútvegurinn í gegnum mikla kreppu eða árunum 1982 og 1983. Það er þessum tíma sem þrír frændur tóku mikla áhættu, veðsettu heimili sín og keyptu Samherja hf. Eftir kaupin fluttu þeir eina skip félagsins, togarann Guðstein GK, frá höfninni í Hafnarfirði þar sem hann hafði legið undir skemmdum, til Akureyrar þar sem þeir umbreyttu honum í frystitogara, endurnefndu hann Akureyrina og hófu útgerð. Þessir menn fengu ekkert upp í hendurnar. Þeir sáu tækifæri sem þeir nýttu sér og tóku í leiðinni umtalsverða áhættu á miklum umbrotatímum í íslenskum sjávarútvegi. Í raun og veru má segja að þetta hafi verið hálfgerð geggjun hjá þessum ungu mönnum í ljósi þess sem á undan hafði gengið í þessari atvinnugrein. En líkt og hjá öðrum sem taka mikla áhættu þá uppskáru þessir menn ríkulega þegar reksturinn fór að dafna. Hinir ungu eigendur Samherja áttuðu sig fljótt á því að til þess að dæmið gengið upp yrði í fyrsta lagi að hámarka verðmæti þess afla sem kæmi að landi. Í öðru lagi yrðu að vera til nægar veiðiheimildir fyrir skipið í því kvótakerfi sem átti senn að innleiða. Með reglugerð sem miðaði úthlutun aflmarks við veiðireynslu skipstjóra gat Samherji nýtt sér reynslu skipstjórans Þorsteins Vilhelmssonar af skipinu Kaldbaki og jukust aflaheimildir Akureyrinnar sem því nam. Reglugerðin fólst í því að ef skipstjóri hafði fært sig milli skipa og tekið við öðru sambærilegu skipi og meirihluti áhafnar fluttist með honum, var heimilt að miða aflamark á skipinu sem hann tók við út frá aflareynslu á fyrra skipinu. Akureyrin EA var hins vegar ekkert eina skipið sem naut góðs af reglugerð um svokallaðan skipstjórakvóta. Á árinu 1984 var aflaheimildum úthlutað til sex skipa á grundvelli aflareynslu skipstjóra af skipum sem skipstjórarnir stýrðu áður og var Akureyrin eitt þeirra. Með aukinni samþættingu í rekstri og fækkun milliliða var svo hægt að stytta tímann frá veiðum til afhendingar afurðanna. Með auknu frelsi í viðskiptum, samhliða harðari kröfum um gæði hráefnis og aukinni samkeppni frá öðrum matvælaframleiðendum, þurfti Samherji að halda niðri kostnaði. Þá þurfti nýting hráefna að vera eins og best verður á kosið. Með lóðréttri samþættingu, þannig að veiðar og vinnsla varð á einni hendi, var hægt að ná þessum markmiðum í fyllingu tímans. Í dag er stór hluti afurðanna seldur áður en fiskurinn er veiddur og það líða jafnvel aðeins nokkrar klukkustundir frá því að fiskurinn er veiddur og þangað til hann er kominn á disk neytandans í Evrópu eða Bandaríkjunum. Umræðan þarf að grundvallast á staðreyndum Þegar mönnum gengur vel eru margir sem vilja stökkva á vagninn og taka þátt. En velgengni fylgir líka öfund og illt umtal þeirra sem tóku ekki áhættuna á sínum tíma og sátu eftir með sárt ennið. Samherji er ekki hafið yfir gagnrýni, frekar en önnur fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. En gagnrýnin verður að vera sanngjörn og þarf að grundvallast á staðreyndum. Það er ekki einfalt að reka fyrirtæki á Íslandi í harðri alþjóðlegri samkeppni. Miðað við það sem maður hefur lesið virðist leitun að öðru fyrirtæki sem hugsar jafn vel um sitt starfsfólk og Samherji. Það eru þúsundir fjölskyldna sem byggja afkomu sína, beint eða óbeint, á starfsemi Samherja og milljarðar króna eru greiddir til ríkissjóðs árlega vegna vinnu þessa fólks. Samherji hefur haft jákvæð áhrif á nærsamfélag sitt með rausnarlegum styrkjum til íþrótta- og menningarstarfs. Þar má helst nefna ríkulegan stuðning við íþróttafélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá hefur Samherji unnið markvisst að því að minnka olíunotkun og þar með kolefnisfótspor sitt. Þetta hefur einkum verið gert með fjárfestingu í nýjum skipum sem eru hagkvæmari í rekstri og nota minni olíu. Það er líklega ekkert útgerðarfyrirtæki á Íslandi sem ver jafn stórum hluta hagnaðarins í fjárfestingar í eigin rekstri enda eru fá útgerðarfyrirtæki sem endurnýja fiskiskipaflotann jafn hratt og búa yfir jafn fullkomnum vinnsluhúsum og Samherji. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi og einn af máttarstólpum hagkerfisins. Stöðug ófrægingarherferð gegn Samherja beinist ekki að einni fjölskyldu heldur að leiðandi fyrirtæki í matvælaframleiðslu sem með skattgreiðslum sínum og öðrum opinberum gjöldum stendur undir stórum hluta velferðarkerfisins á Íslandi. Ég er búsettur nálægt Winnipeg í Kanada en þar býr fjöldi fólks sem er þremur til fimm ættliðum frá íslenskum innflytjendum, Vestur-Íslendingunum svokölluðu. Þegar maður segir þessu fólki hvaðan maður kemur lifnar yfir þeim og þau lýsa því yfir með stolti að þau séu líka Íslendingar, jafnvel þótt þau hafi aldrei heimsótt land og þjóð. Það er því afar sárt að fylgjast með því hvernig sumir vilja kerfisbundið reyna að brjóta niður nokkur af öflugustu fyrirtækjum okkar Íslendinga, eins og Samherja, fyrirtækja sem við ættum með réttu að vera stolt af. Því með þessu kerfisbundna niðurbroti eru menn ekki bara að skaða þau fyrirtæki sem eiga í hlut heldur eru þeir einnig að skaða sjávarútveginn sem atvinnugrein og sverta ímynd þjóðarinnar. Höfundur er áhugamaður um sjávarútveg og er búsettur í Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Samherji er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum Evrópu og á og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Erlendis nýtur fyrirtækið mikillar virðingar. Ekki síst vegna afurða í hæsta gæðaflokki og vegna tækninýjunga og brautryðjendastarfs á sviði veiða og vinnslu. Heima á Íslandi hefur fyrirtækið hins vegar um langt skeið þurft að þola árásir á opinberum vettvangi. Þar fara fremstir í flokki nokkrir blaðamenn Stundarinnar og Ríkisútvarpsins. Ég þekki stjórnendur og eigendur Samherja ekkert en mér ofbýður sú umræða sem hefur verið um félagið í fjölmiðlum og þær nær linnulausu árásir sem það hefur þurft að þola. Ég finn mig því knúinn til að fjalla um þetta fyrirtæki í nokkrum orðum sem áhugamaður um íslenskan sjávarútveg og áframhaldandi velgengni þessa grunnatvinnuvegar þjóðarbúsins. Kerfi sem olli straumhvörfum Það er ekki gott að segja hvort þessar árásir á Samherja eigi sér pólitískar rætur. Hvort þær séu sprottnar úr umræðu á meðal þeirra sem vilja ráðast í kerfisbreytingar á íslenskum sjávarútvegi eða innheimta hærri veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Kannski telja einhverjir að ítrekuð högg á eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins auðveldi slíkum hugmyndum að njóta brautargengis í opinberri umræðu. Það sem er merkilegt við umræðu um fiskveiðistjórnun á Íslandi að núverandi kerfi sætir ítrekað gagnrýni án þess að settar séu fram raunhæfar tillögur að breytingum. Oft er þessi gagnrýni sett fram til að ala á öfund í garð eigenda útgerðarfyrirtækjanna. Breytingar breytinganna vegna kunna hins vegar ekki góðri lukku að stýra og skynsamir kjósendur hljóta að sjá í gegnum málflutning sem er reistur á jafn veikum grunni og oft innantómu lýðskrumi. Kvótakerfið byggir á því að úthlutað er heildarkvótum einstökum fisktegundum á skip útgerðaraðila til langs tíma, til dæmis 0,1% af leyfilegum heildarafla í þorski. Síðan er úthlutað til eins árs í senn aflamarki, til dæmis 100 tonnum af þorski. Útgerðarfyrirtæki veiða kvótann, sem handhafar aflaheimildanna, eða framselja hann til annarra útgerðarfyrirtækja innan ársins, með svokallaðri kvótaleigu eða selja hann varanlega. Það er Fiskistofa sem úthlutar kvótanum til skipa og er kvótinn afmarkaður sem ákveðið hlutfall af heildarafla í viðkomandi fisktegund sem skipið má veiða. Þannig eykst aflahlutdeild skipsins ef heildaraflamarkið er aukið en dregst saman með sama hætti ef heildaraflamarkið minnkar. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu að innleiðing kvótakerfisins hafi verið heillaspor fyrir sjávarútveginn sem atvinnugrein enda voru rekstrarhorfur í greininni slæmar og mörg fyrirtæki stóðu illa áður en kerfinu var komið á með lögum í lok árs 1983. Kerfið fól í sér meiriháttar breytingar fyrir atvinnugreinina enda var heildarmagn einstakra fisktegunda takmarkað eftir innleiðingu kerfisins sem og einnig hverjir gátu stundað veiðar. Í dag þykir stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi vera með því fullkomnasta sem þekkist í heiminum. Þess vegna sætir nokkurri furðu af hverju fleiri Íslendingar eru ekki stoltir af þeim árangri sem náðst hefur í þessari atvinnugrein hér á landi. Samherji hóf rekstur á tímum ólgu og óvissu Áður en aflmarkaskerfi með framsalsrétti var komið á gekk sjávarútvegurinn í gegnum mikla kreppu eða árunum 1982 og 1983. Það er þessum tíma sem þrír frændur tóku mikla áhættu, veðsettu heimili sín og keyptu Samherja hf. Eftir kaupin fluttu þeir eina skip félagsins, togarann Guðstein GK, frá höfninni í Hafnarfirði þar sem hann hafði legið undir skemmdum, til Akureyrar þar sem þeir umbreyttu honum í frystitogara, endurnefndu hann Akureyrina og hófu útgerð. Þessir menn fengu ekkert upp í hendurnar. Þeir sáu tækifæri sem þeir nýttu sér og tóku í leiðinni umtalsverða áhættu á miklum umbrotatímum í íslenskum sjávarútvegi. Í raun og veru má segja að þetta hafi verið hálfgerð geggjun hjá þessum ungu mönnum í ljósi þess sem á undan hafði gengið í þessari atvinnugrein. En líkt og hjá öðrum sem taka mikla áhættu þá uppskáru þessir menn ríkulega þegar reksturinn fór að dafna. Hinir ungu eigendur Samherja áttuðu sig fljótt á því að til þess að dæmið gengið upp yrði í fyrsta lagi að hámarka verðmæti þess afla sem kæmi að landi. Í öðru lagi yrðu að vera til nægar veiðiheimildir fyrir skipið í því kvótakerfi sem átti senn að innleiða. Með reglugerð sem miðaði úthlutun aflmarks við veiðireynslu skipstjóra gat Samherji nýtt sér reynslu skipstjórans Þorsteins Vilhelmssonar af skipinu Kaldbaki og jukust aflaheimildir Akureyrinnar sem því nam. Reglugerðin fólst í því að ef skipstjóri hafði fært sig milli skipa og tekið við öðru sambærilegu skipi og meirihluti áhafnar fluttist með honum, var heimilt að miða aflamark á skipinu sem hann tók við út frá aflareynslu á fyrra skipinu. Akureyrin EA var hins vegar ekkert eina skipið sem naut góðs af reglugerð um svokallaðan skipstjórakvóta. Á árinu 1984 var aflaheimildum úthlutað til sex skipa á grundvelli aflareynslu skipstjóra af skipum sem skipstjórarnir stýrðu áður og var Akureyrin eitt þeirra. Með aukinni samþættingu í rekstri og fækkun milliliða var svo hægt að stytta tímann frá veiðum til afhendingar afurðanna. Með auknu frelsi í viðskiptum, samhliða harðari kröfum um gæði hráefnis og aukinni samkeppni frá öðrum matvælaframleiðendum, þurfti Samherji að halda niðri kostnaði. Þá þurfti nýting hráefna að vera eins og best verður á kosið. Með lóðréttri samþættingu, þannig að veiðar og vinnsla varð á einni hendi, var hægt að ná þessum markmiðum í fyllingu tímans. Í dag er stór hluti afurðanna seldur áður en fiskurinn er veiddur og það líða jafnvel aðeins nokkrar klukkustundir frá því að fiskurinn er veiddur og þangað til hann er kominn á disk neytandans í Evrópu eða Bandaríkjunum. Umræðan þarf að grundvallast á staðreyndum Þegar mönnum gengur vel eru margir sem vilja stökkva á vagninn og taka þátt. En velgengni fylgir líka öfund og illt umtal þeirra sem tóku ekki áhættuna á sínum tíma og sátu eftir með sárt ennið. Samherji er ekki hafið yfir gagnrýni, frekar en önnur fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. En gagnrýnin verður að vera sanngjörn og þarf að grundvallast á staðreyndum. Það er ekki einfalt að reka fyrirtæki á Íslandi í harðri alþjóðlegri samkeppni. Miðað við það sem maður hefur lesið virðist leitun að öðru fyrirtæki sem hugsar jafn vel um sitt starfsfólk og Samherji. Það eru þúsundir fjölskyldna sem byggja afkomu sína, beint eða óbeint, á starfsemi Samherja og milljarðar króna eru greiddir til ríkissjóðs árlega vegna vinnu þessa fólks. Samherji hefur haft jákvæð áhrif á nærsamfélag sitt með rausnarlegum styrkjum til íþrótta- og menningarstarfs. Þar má helst nefna ríkulegan stuðning við íþróttafélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá hefur Samherji unnið markvisst að því að minnka olíunotkun og þar með kolefnisfótspor sitt. Þetta hefur einkum verið gert með fjárfestingu í nýjum skipum sem eru hagkvæmari í rekstri og nota minni olíu. Það er líklega ekkert útgerðarfyrirtæki á Íslandi sem ver jafn stórum hluta hagnaðarins í fjárfestingar í eigin rekstri enda eru fá útgerðarfyrirtæki sem endurnýja fiskiskipaflotann jafn hratt og búa yfir jafn fullkomnum vinnsluhúsum og Samherji. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi og einn af máttarstólpum hagkerfisins. Stöðug ófrægingarherferð gegn Samherja beinist ekki að einni fjölskyldu heldur að leiðandi fyrirtæki í matvælaframleiðslu sem með skattgreiðslum sínum og öðrum opinberum gjöldum stendur undir stórum hluta velferðarkerfisins á Íslandi. Ég er búsettur nálægt Winnipeg í Kanada en þar býr fjöldi fólks sem er þremur til fimm ættliðum frá íslenskum innflytjendum, Vestur-Íslendingunum svokölluðu. Þegar maður segir þessu fólki hvaðan maður kemur lifnar yfir þeim og þau lýsa því yfir með stolti að þau séu líka Íslendingar, jafnvel þótt þau hafi aldrei heimsótt land og þjóð. Það er því afar sárt að fylgjast með því hvernig sumir vilja kerfisbundið reyna að brjóta niður nokkur af öflugustu fyrirtækjum okkar Íslendinga, eins og Samherja, fyrirtækja sem við ættum með réttu að vera stolt af. Því með þessu kerfisbundna niðurbroti eru menn ekki bara að skaða þau fyrirtæki sem eiga í hlut heldur eru þeir einnig að skaða sjávarútveginn sem atvinnugrein og sverta ímynd þjóðarinnar. Höfundur er áhugamaður um sjávarútveg og er búsettur í Kanada.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar